Skip to main content

Fetað í fótspor Þórbergs Þórðarsonar

söguganga.jpg 1

Söguganga Ferðafélags Íslands var þetta árið í Suðursveit undir farastjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Alls voru í hópnum 44 gönguglaðir einstaklingar og fræðarinn í ferðinni var Baldur Sigurðsson íslenskufræðingur. Fetað var í fótspor Þórbergs Þórðarsonar í Suðursveit bæði í hlaðvarpanum heima á Hala - en einnig inn í Staðarfjalli eða Papbýlisfjalli hinu forna. Hópurinn dvaldi í þrjá daga og segja má að sveit sólar hafi tekið vel á móti ferðalöngunum með einmuna blíðu. Síðasta daginn var farið í heimsókn að eyðibýlinu Felli og síðan gengið inn að Breiðamerkurjökli og stigið þar á jökul og hlustað á sögur heimamanna um smalamennsku í Veðurárdal. Þar varð hópurinn vitni að hraðfara og ótrúlegri hopun Breiðamerkurjökuls, þar sem hann er nú kominn inn fyrir mynni Veðurárdals. Fjallsbrúnin þar sem fara þurfti upp í dalinn af jökli fyrir 30 árum bar við himin langt fyrir ofan okkur. Að njóta náttúrunnar í dásamlegu veðri og lesa saman við bókmenntaverk og hugrenningar Þórbergs Þórðarsonar er einstök upplifun. Magnaðar myndir frá sögugöngunni tala sínu máli. Myndasmiður Gísli Már Gíslason og færum við honum bestu þakkir fyrir þær.  Sjá https://www.flickr.com/photos/gmg47/albums/72177720317038934/

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 550
Gestir þennan mánuð: ... 6207
Gestir á þessu ári: ... 50674