Skip to main content

Gjöf til Þórbergsseturs, --Alþýðubók Þórarins Böðvarssonar

alþýðubókin 4 jpgHópur leiðsögumanna kom í Þórbergssetur í sína árlegu útskriftarfeð um síðustu helgi og dvaldi yfir nótt. Með í för var Þröstur Óskarsson sonur þeirra hjóna Óskars Helgasonar og Guðbjargar Gísladóttur á Stöðinni (símstöðinni) eins og þau voru gjarnan kölluð hér um slóðir. Hann kom færandi hendi með Alþýðubókina, sem við höfðum lengi reynt að eignast hér í Þórbergssetri. Bókin heitir Lestrarbók fyrir alþýðu og var gefin út í Kaupmannahöfn árið 1874. Þórbergur Þórðarson lýsir því hvernig bók þessi sem var í eigu föður hans varð uppspretta fróðleiks sem hreif hann mjög strax á barnsaldri og var án efa undirstaða menntunar hans og samtímamanna hans á mörgum sviðum.
Þórbergur lýsir því svo:
,,Eftir að ég komst ofurlítið til andlegs þroska, var það ein bók á Hala, sem mér fannst meira til um en aðrar bækur. Það var Alþýðubók Þórarins Böðvarssonar. Hana las ég orð fyrir orð spjaldanna á milli, ekki einu sinni heldur hvað eftir annað árum saman og kunni margt úr henni næstum orðrétt. Hún var það fyrsta í heiminum sem opnaði mér mikið útsýni yfir lífið og tilveruna. Það var eins og nýr dagur væri að rísa í huganum. Þarna tók við hver frásögnin af annarri sem mér þótti nýstárleg. Sumar voru stórfurðulegar. Þarna fékk ég fyrstu fræðslu um yfirborð jarðarinnar og legu landanna, aðgreiningu og sögu þjóðanna og stjórnarhætti þeirra. Ennþá furðulegri fundust mér þó lýsingar a´sólinni og sólkerfinu, lögun jarðarinnar, snúning hennar um sjálfa sig og hringferðir hennar kringum sól og hvernig stóð á skammdegi og langdegi og jafndægrum, lýsingarnar á tunglinu og ástæðunum fyrir hinum sífelldu útlitsbreytingum þess og skýringarnar á flóði og fjöru, hringferð frumefnanna og uppgufunum vatnsins og úrkomunni og vegalengdum milli hnattanna.
Þetta voru miklar opinberanir austur í Suðursveit upp úr síðustu aldamótum

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 550
Gestir þennan mánuð: ... 6207
Gestir á þessu ári: ... 50674