Skip to main content

Vel heppnaðir tónleikar

kirkjanÍ tilefni af Ólafsmessu að sumri hefur Þórbergssetur í samstarfi við prestinn á Kálfafellsstað staðið fyrir tónleikum í kirkjunni um árabil. Megin tilefni samkomu þessarar er að eiga ánægjulega kvöldstund en jafnframt að rifja upp söguna af Ólafi helga og systur hans, völvunnar á Kálfafellsstað. Hún lagði álög á staðinn sem aðeins yrði aflétt ef líkneski af Ólafi yrði í kirkjunni. Við því var orðið og hafa álög völvunnar ekki komið fram en þegar líkneskið var flutt á Þjóðminjasafnið urðu næmir menn varir við að völvan tók að ókyrrast og var því efnt til samkomu til til þess að friðþægja hana og virðist sú viðleitni hafa borið árangur og verður þessari hefð því viðhaldið en um sinn.

Þó að ekki hafi viðrað sérstaklega vel þetta kvöldið, mættu u.þ.b. fimmtíu gestir til kirkju. Séra Gunnar Stígur Reynisson sá um helgistund og hjónin á Hala, þau Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason fræddu tónleikagesti um sögu þeirra systkina. Vegna veðurs var því miður ekki hægt að ganga að leiði völvunnar eins og venja er. Tónleikagestir höfðu það notalegt innandyra þar sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sá um tónlistina og hlaut flutningur hans góðar undirtektir enda reyndi hann að höfða til allra sem heimsóttu Kálfafellsstaðarkirkju þetta kvöldið en aldursbilið var býsna breytt. Við þökkum Svavari kærlega fyrir heimsóknina og öllum sem sáu sér fært að mæta og eiga með okkur notalega kvöldstund, Hér má síðan hlusta á hljóðdæmi af tónleikunum, þar sem Svavar flytur lag sitt og ljóð Yfir hóla og yfir hæðir.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 221
Gestir þennan mánuð: ... 10106
Gestir á þessu ári: ... 90703