Skip to main content

Þórbergssetur

Steinninn í hlaðinu

Andlit skáldsins

Sólsetur

Jökulsárlón

Bókaveggurinn

Norðurljós yfir Hala

Demantsströnd

Textar á sýningu

Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Á nýju ári 2017

Það berast nýárskveðjur frá Þórbergssetri á Hala í Suðursveit með þakklæti frá okkur öllum á Hala fyrir vinarhug og stuðning við starfsemi Þórbergsseturs nú í áratug. Sá mikli heiður hlotnaðist Þórbergssetri og forstöðumanni þess Þorbjörgu Arnórsdóttur að hljóta riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum á nýársdag. Lífið er stundum eins og ævintýri sem við trúum ekki einu sinni sjálf og samferðamennirnir eru allir þáttakendur. Það á enginn einn heiður af því starfi sem fram fer í Þórbergssetri.      Fjölni Torfasyni og Þorbjörgu Arnórsdóttur er því efst í huga þakklæti til allra þeirra sem lagt hafa fram krafta sína til að láta drauminn verða að veruleika. Hugurinn hvarflar ekki síst til Jóns heitins Þórissonar leikmyndahönnuðar og Sveins Ívarssonar arkitekts sem eiga heiðurinn að einstakri hönnun hússins og sýningarinnar. Á 10 ára afmæli Þórbergsseturs,- árið 2016 var ráðist í það stórvirki að gera hljóðleiðsögn um sýninguna á 9 tungumálum, því er hún nú orðin aðgengileg erlendum ferðamönnum sem vilja fræðast um lífið í Suðursveit, Þórberg Þórðarson og verk hans. Gleðilegt nýár, kæru vinir - og okkar einlæga ósk er að framundan séu ár friðar og jafnréttis um alla veröld, - að dimmir skuggar stríðs og hryðjuverka víki fyrir hækkandi sól og hlýjum hugsunum lítillar þjóðar í norðri.

Sjá frétt á ruv.is

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 165
Gestir þennan mánuð: ... 6372
Gestir á þessu ári: ... 50839