Skip to main content

Þórbergssetur

Steinninn í hlaðinu

Andlit skáldsins

Sólsetur

Jökulsárlón

Bókaveggurinn

Norðurljós yfir Hala

Demantsströnd

Textar á sýningu

Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ólafsmessutónleikar

tónleikarHinir árlegu Ólafsmessutónleikar verða  í Kálfafellsstaðarkirkju sunnudagskvöldið 29. júlí næstkomandi.  

Ólafur helgi Noregskonungur féll í bardaga á Stiklastöðum í Noregi 29. júlí 1030 og er  Ólafsmessa á sumri helguð þessum atburði. Samverustundin er helguð gömlum sögnum tengdum Ólafi en hann var verndardýrlingur kirkjunnar á Kálfafellsstað. Að lokinni helgistund verður rifjuð upp gömul þjóðsaga um völvuna á Kálfafellsstað sem var systir Ólafs helga og lesin saga um líkneski af honum sem gefið var til kirkjunnar upp úr aldamótunum 1700 til að  hnekkja álögum völvunnar á staðnum.  Líkneski þetta er varðveitt í Þjóðminjasafninu.

Lesin er frásaga Kristjáns Eldjárns af líkneskinu, að lestri loknum hefjast tónleikarnir og standa í um klukkustund. Á eftir er farið í heimsókn að Völvuleiðinu við Hellakletta og Fjölnir Torfason á Hala segir frá gömlum sögum er tengjast staðnum. Einnig sýnir hann áþreifanlega muni frá Kálfafellsstað sem varðveist hafa og sanna mátt völvunnar og áhrif hennar á lífið í Suðursveit allt fram á okkar daga.

 

Lesa meira

Ferðalag steinsins

kv038„Kannski er það sona með steininn í skriðunni. Það gæti alveg eins verið. Ég hef aldrei fundið ból eftir hann, og þó er ég áreiðanlega búinn að glápa eftir því hundrað sinnum. O þá veit hann ennþá meira en ég hélt, því steinar, sem standa út af fyrir sig, geta séð það, sem gerist allt í kringum þá. En steinar, sem eru bundnir í klettabelti, sjá aðeins fram fyrir sig. Hann getur samt verið miljón ára gamall, fyrst milljónir ára bandingi í klettabelti, so hundruð eða eða þúsundir ára sjálfstæð vera á kettarák eða bergbrún. Er ekki allt líf sona, fyrst eitthvað í einu lagi, svo eitt sér? So aftu í einu lagi?“ (Í Suðursveit, bls. 158).

 

 

 

Lesa meira

Höfðingleg gjöf

Á síðast liðnum vetri hringdi Ragnar Imsland þúsundþjalasmiður á Höfn í Hornafirði í forstöðumann Þórbergsseturs og kvaðst vera með svolítinn hlut sem hann langaði til að færa setrinu að gjöf. Þetta var þá ræðupúlt, smíðað af honum sjálfum, mikil listasmíð,  þar sem hann notaði stafagerð Þórbergs til að skrifa og skera út svo fallega nafn setursins á framhlið. Að baki liggja án efa ótal vinnustundir og er gripurinn hannaður af listamanninum þar sem hann nýtir greinilega  smekkvísi og hæfileika sína í þetta einstaka listaverk. Aðstandendur Þórbergssetur þakka af alhug þessa höfðinglegu gjöf og þann góða hug sem liggur að baki. Gefendur eru  hjónin Ragnar Imsland og Júlía Imsland, ræðupúltið kom í góðar þarfir og er nú skartað með því á öllum samkomum Þórbergsseturs

Kínverskir vasar og rússnesk sælgætisskál með töngum

Eftirfarandi bréf og gjafir bárust Þórbergssetri á síðasta ári. Aðstandendur Þórbergssetur þakka kærlega fyrir þann góða hug sem fylgir gjöfum þessum. Hér á eftir verður sá siður Mömmugöggu í heiðri hafður að skenkja gestum konfektmola úr sælgætisskálinni hvenær sem merkileg bjóð verða í Þórbergssetri.  Þess má geta að kínversku vasarnir eru merktir Qianloong 6. keisara sem var uppi 1735 – 1796 í Kína.

Eftirfarandi gjafabréf fylgdi með gjöfinni.
Þórbergur keypti þá á Kínaförinni 1952 og gaf þá Margréti konu sinni þegar heim var komið.

Um árabil var starfrækt fornverslun í Reykjavík sem nefndist Stokkur. Var hún fyrst til húsa að Vesturgötu 3 og síðar á Skólavörðustíg 21. Eigandi hennar var Marsibil Bernharðsdóttir (1912-1996) og gegndi bæði hún og verslunin merkilegu hlutverki í verslunarlífi borgarinnar. Stokkur var vettvangur margs konar viðskipta. Þangað komu menn til að selja, kaupa og eiga vöruskipti og var varningurinn oftast forngripir eða notaðir munir á sanngjörnu verði. Eigandi sá hins vegar til þess að verslunin var eitthvað annað og meira. Hún var lifandi partur af mannlífi og íslenskri þjóðmenningu. Iðulega sat Marsibil og prjónaði lopapeysur sem hún seldi erlendum ferðamönnum í verslun sinni og sjaldan var hún svo önnum kafin að hún gæfi sér ekki tíma til þess að spjalla við viðskiptavini og bar þá oft margt í góma auk umræðna um þá hluti sem falir voru. Ættfræði, pólitískar væringar, almennt siðferði og vangaveltur um lífið og tilveruna voru gjarnan á dagskrá. Af fundi Marsibilar fóru menn ósjaldan með góðan grip í farteskinu og hressir í bragði eftir upplífgandi samræður.

Bróðir minn Ólafur Pétursson (1939-2012) menntaskólakennari  og undirritaður nutum þessara heimsókna í Stokk og þegar verslunin hvarf af sjónarsviðinu, söknuðum við hennar mjög og gerðum okkur ljóst að það skarð sem myndaðist yrði aldrei að fullu bætt þótt margar aðrar góðar verslanir hafi sett sinn svip á antikmarkaðinn í Reykjavík bæði fyrr og síðar.

Eitt sinn sem oftar leit bróðir minn inn til Marsibilar og var verslunin þá komin á Skólavörðustíg að mig minnir. Sá hann þá tvo handmálaða hágæða kínverska skrautvasa úr næfurþunnu postulíni í sýningarkassa gerðum af miklum hagleik. Bróðir minn unni mjög fögrum postulínsmunum og gerðust kaup fljótt og án málalenginga. Fylgdi það sögu þessara gripa að þeir væru komnir úr búi Þórbergs Þórðarsonar (1889-1974) og hann hefði fengið þá þegar hann var á ferð í Kína. Margrét Jónsdóttir ekkja hans væri að minnka við sig og frá henni væru hlutirnir komnir. Það fylgdi og sögunni að rússnesk sælgætisskál með töngum væri þar einnig til sölu og væri hún komin sömu leið úr sama búi. Hafði Þórbergur hlotið hana að gjöf þegar hann var á ferð í Rússlandi. Þessar fréttir bar bróðir minn mér eins fljótt og hann gat. Þar sem ég hafði ætíð verið mikill áhugamaður um silfur beið ég ekki boðanna og keypti skálina undireins. Eftir lát bróður míns eignaðist ég vasana tvo og þannig eru þessir merku og fallegu gripir komnir í mína eigu.

Oft hef ég velt því fyrir mér hvernig best væri að varðveita þessa hluti og um leið þá sögu sem tengist þeim. Þá vildi svo til að frænka mín Sigrún Sigurðardóttir og maður hennar Halldór Gunnarsson sögðu mér frá Þórbergssetri og hversu vel og smekklegt það væri úr garði gert. Sú hugmynd fæddist fljótt með mér að gaman væri að koma hlutunum þangað til varðveislu og bað ég Sigrúnu og Halldór að vera mér innan handar við það verkefni. Það er því algerlega þeirra verk að þoka þessu máli áfram þannig að nú virðist innan seilingar að hlutirnir komist á bestan varðveislustað. Til að ganga sem best úr skugga um að hlutirnir væru komnir úr búi Þórbergs Þórðarsonar og konu hans Margrétar Jónsdóttur heimsóttu Sigrún, Halldór og ég frænku Margrétar, Helgu Jónu Ásbjarnardóttur (Lillu-Heggu) sem þekkti heimili þeirra manna best og sýndum henni gripina. Áttum við einkar skemmtilega stund í sumarbústað Helgu þar sem við nutum stakrar gestrisni hennar og kvaðst hún þekkja gripina vel. Að mínum dómi er þetta hinn besti mögulegi vottur um sannleiksgildi frásagnar Marsibilar í Stokk.

Á grundvelli þessa teljum við, Sigrún, Halldór og ég, að saga þessara hluta varðveitist best á Þórbergssetri og vonum að setrið vilji veita þeim viðtöku til eignar og varðveislu í minningu bróður míns Ólafs Péturssonar en án hans þáttar er óvíst hver afdrif listmuna Þórbergs frá Kína og Rússlandi hefðu orðið.

Sé það góðu heilli gjört.

Seltjarnarnesi, 29. apríl 2016

Sigurður Pétursson

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 165
Gestir þennan mánuð: ... 6372
Gestir á þessu ári: ... 50839