Vel heppnaðir tónleikar
Í tilefni af Ólafsmessu að sumri hefur Þórbergssetur í samstarfi við prestinn á Kálfafellsstað staðið fyrir tónleikum í kirkjunni um árabil. Megin tilefni samkomu þessarar er að eiga ánægjulega kvöldstund en jafnframt að rifja upp söguna af Ólafi helga og systur hans, völvunnar á Kálfafellsstað. Hún lagði álög á staðinn sem aðeins yrði aflétt ef líkneski af Ólafi yrði í kirkjunni. Við því var orðið og hafa álög völvunnar ekki komið fram en þegar líkneskið var flutt á Þjóðminjasafnið urðu næmir menn varir við að völvan tók að ókyrrast og var því efnt til samkomu til til þess að friðþægja hana og virðist sú viðleitni hafa borið árangur og verður þessari hefð því viðhaldið en um sinn.