Skip to main content

Þórbergssetur

Steinninn í hlaðinu

Andlit skáldsins

Sólsetur

Jökulsárlón

Bókaveggurinn

Norðurljós yfir Hala

Demantsströnd

Textar á sýningu

Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Vel heppnaðir tónleikar

kirkjanÍ tilefni af Ólafsmessu að sumri hefur Þórbergssetur í samstarfi við prestinn á Kálfafellsstað staðið fyrir tónleikum í kirkjunni um árabil. Megin tilefni samkomu þessarar er að eiga ánægjulega kvöldstund en jafnframt að rifja upp söguna af Ólafi helga og systur hans, völvunnar á Kálfafellsstað. Hún lagði álög á staðinn sem aðeins yrði aflétt ef líkneski af Ólafi yrði í kirkjunni. Við því var orðið og hafa álög völvunnar ekki komið fram en þegar líkneskið var flutt á Þjóðminjasafnið urðu næmir menn varir við að völvan tók að ókyrrast og var því efnt til samkomu til til þess að friðþægja hana og virðist sú viðleitni hafa borið árangur og verður þessari hefð því viðhaldið en um sinn.

Lesa meira

Annasamt sumar

endurb.1Þetta sumarið hefur verið annasamt hér að Hala, öllum ferðamönnum sem hingað streyma frá víðri veröld þarf að sinna auk hefðbundinna bústarfa enda er hér fjölmennur hópur af góðu starfsfólki og allt gengur án vandræða. Nú í vor bættust tveir starfsmenn í hópinn, þeir Jón Egill Bergþórsson kvikmyndagerðarmaður og Stefán Ágústsson íslenskufræðingur, sem hafa getað sinnt safninu og þeim verkefnum því tengdu sem brýnt var að yrði sinnt.

 

 

 

Lesa meira

Ofvitinn tekinn til sýninga

JonhjartarJón Hjartarson leikari í heimsókn

Jón Hjartarson sem lék Þórberg hinn eldri í leikgerð Ofvitans heimsótti okkur á dögunum. Árið 1979 var frumsýnd í Iðnó leikgerð Kjartans Ragnarssonar á Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson. Kjartan leikstýrði verkinu og aðalhlutverkin voru í höndum Emils Guðmundssonar, sem lék Þórberg ungan, og Jóns Hjartarsonar sem lék Þórberg eldri. Leikmynd og búninga annaðist Steinþór Sigurðsson, Ingvi Hjörleifsson og Daníel Williamsson sáu um lýsingu. Tónlistina í verkinu annaðist Atli Heimir Sveinsson.

Lesa meira

Upplestur Ragnheiðar Steindórsdóttur

 

ragnheiðurEins og fjallað hefur verið um hér á síðunni áður var haldin bókmenntahátið á Þórbergssetri þann 11. mars en 130 ár eru liðin frá fæðingu Þórbergs. Þann sama dag og steininn úr klettunum gerðist sjálfstæður einstaklingur og tillti sér á veginn fyrir neðan Sléttaleiti. Þessi atburður setti hátíðina í stærra samhengi og dulmagnaðra. Á hátíðinni las Ragnheiður Steindórsdóttir einmitt kafla úr Steinarnir tala þar sem Bergur litli veltir fyrir sér náttúru steinanna sem hann taldi vera mest lifandi af öllum „dauðum hlutum“. Hér má nú hlýða á þennan frábæra upplestur Upplestur Ragnheiðar.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 221
Gestir þennan mánuð: ... 10106
Gestir á þessu ári: ... 90703