Skip to main content

Þórbergssetur

Steinninn í hlaðinu

Andlit skáldsins

Sólsetur

Jökulsárlón

Bókaveggurinn

Norðurljós yfir Hala

Demantsströnd

Textar á sýningu

Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Stórvirki í smíðum

EYogHA

Þórbergssetur og Bókaútgáfan Sæmundur vinna nú að útgáfu á stórvirki Gísla Sverris Árnasonar fræðimanns um Dilksneshjónin Halldóru og Eymund.

Bækurnar spanna tímabilið frá síðustu árum 18. aldar og fram um miðja 20. öld. Þær segja ekki aðeins sögu fjölskyldunnar heldur um leið héraðssögu Hornafjarðar á 19. öld, sögu vesturheimsferða Íslendinga og þjóðarsögu fátækrar bændaþjóðar.

Hér segir frá ungum fátækum Öræfingi Meyvanti Jónssyni frá Hofi. Með hjálp unnustunnar Halldóru Stefánsdóttur frá Árnanesi brýst hann til nokkurra virðinga. Hann er bóndi, læknir, smiður og sveitarskáld í Dilksnesi og saman eignast þau hjónin sextán börn.

Árið 1879 auglýsir Meyvant í Þjóðólfi að hann hafi breytt nafni sínu og heiti hér eftir Eymundur. Halldóra kona hans er ósátt við þessa fyrirtekt manns síns og kallar hann áfram Meyvant.

Þrátt fyrir nokkrar mannvirðingar og að þau hjón tilheyra efra lagi bændasamfélagsins þá eru efnin lítil og lífsbaráttan hörð. Sambland af frelsisþrá og erfiðleikar í bláfátæku landi hrekja því fjölskylduna til Vesturheims árið 1902 en þar hefur nánasta ættfólk Halldóru þegar komið sér fyrir.

Fimm árum síðar koma þau aftur heim í Hornafjörð.

Áskrift að bókum þessum má kaupa hér

 

Oss vantar frumlega hreinskilni - Málþing í Þórbergssetri

torbergur 203x300Dásamlegur dagur að kveldi kominn. Hundrað ára afmælishátíð Bréfs til Láru var ein skemmtun frá upphafi til enda. Það sannaðist þennan dag að ,,Þórbergur er alltaf nýr". Hægt er að horfa á dagskrána á Youtube slóð Þórbergsseturs.

Segja má að þessa dagana sé svipuð stemmning og fyrir 100 árum, því víða er Þórbergs opinberlega getið um þessar mundir. Þar má nefna langt viðtal við Soffíu Auði Birgisdóttur og Pétur Gunnarsson á Samstöðinni,  einnig þátt Illuga Jökulssonar, Frjálsar hendur á RUV , sem er á sunnudagskvöldum og er nú helgaður Þórbergi og Bréfi til Láru  .

Ekki má gleyma umfjöllun í Kiljunni og einnig fréttum af málþinginu á Hala í þættinum, Bara bækur 19. okt síðastliðinn og frábært viðtal við Soffíu Auði um Þórberg og Bréf til Láru. 

Mikla athygli á málþinginu vakti erindi Rósu Hjörvar þar sem hún bar saman umfjöllun Þórbergs í Bréfinu við umræðu í nútímamiðlum á öldum. Þannig að Þórbergur á sannarlega erindi til okkar í nútímanum og Þórbergur skipar ótvírætt þann sess að vera einn af merkustu höfundum 20. aldarinnar, sem horft er nú til í breyttri veröld samtímans.

Þórbergsvalsinn

Haukur thorbergur valsÞórbergsvalsinn var frumfluttur í Þórbergssetri, og hér kemur hljóðritun sem fram fór 26. ágúst 2024. Flytjendur í Þórbergssetri voru Þórbergur Torfason gítarleikari og söngvari, Ragnheiður Sigjónsdóttir söngvari, Haukur Þorvaldsson harmonikkuleikari og Jóhann Morávek leikur á bassa.

Haukur Helgi Þorvaldsson harmonikkuleikari afhenti að gjöf mjög flotta útsetningu af Þórbergsvalsinum með þessum orðum.,,'Eg Haukur Helgi Pétursson Þorvaldsson tileinka hér með lag mitt Þórbergsvalsinn í minningu Þórbergs Þórðarsonar skálds frá Hala í Suðursveit. Í texta lagsins er leitast við að leiða fram hughrif og andblæ er gjarnan fylgdi skáldinu snjalla frá Hala."

Spila

Lesa meira

Hundrað ára útgáfuafmæli Bréfs til Láru

 

Bréf til Láru

Eftir viðburðaríkt sumar í Þórbergssetri er nú framundan haustþingið sem að þessu sinni er helgað 100 ára útgáfuafmæli Bréfs til Láru. Dagskráin er metnaðarfull og þar blandast saman glens og gaman, fræðilegir fyrirlestrar, tónlist og leikhúsupplifun og er svohljóðandi:

Oss vantar frumlega hreinskilni  Málþing í tilefni 100 ár útgáfuafmælis Bréfs til Láru
Dagskrá
11:00 setning
11:05 Upplestur Byrjun á bréfi til Láru Kafli I  kafla II ?? 
11: 20 Erindi  #ylur kærleikans@lára ; Rósa María Hjörvar stundakennari og doktorsnemi í bókmenntafræði
11:50  Upplestur Kafli XIV  
12:00 Hádegismatur
13:00 Upplestur Byrjun á óléttu sögu Kafli XXIII 
13:10 Erindi Alheimurinn og ég: Bréfið og bókmenntasagan; Halldór Guðmundsson rithöfundur
13:40 Upplestur kafli XXIV 
14:00 Smá hlé
14: 15 Upplestur Seinni hluti kafli XXII 
14:35 Erindi Skýringa leitað... Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
15:05 Upplestur XXXII kafli  
15:20 Kaffiveitingar 
15: 50 Upplestur XX Álakaflinn 
15:55 Þórbergsvalsinn - frumflutningur eigin lags og frumorts ljóðs. Haukur Helgi Þorvaldsson  og meðreiðarsveinar, -  höfundur ljóðs Ellert Þorvaldsson
16: 20 Upplestur XXXV Lokakaflinn
16 30 Dagskrá lokið

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 262
Gestir þennan mánuð: ... 1534
Gestir á þessu ári: ... 92237