Skip to main content

Þórbergssetur

Steinninn í hlaðinu

Andlit skáldsins

Sólsetur

Jökulsárlón

Bókaveggurinn

Norðurljós yfir Hala

Demantsströnd

Textar á sýningu

Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hundrað ára útgáfuafmæli Bréfs til Láru

 

Bréf til Láru

Eftir viðburðaríkt sumar í Þórbergssetri er nú framundan haustþingið sem að þessu sinni er helgað 100 ára útgáfuafmæli Bréfs til Láru. Dagskráin er metnaðarfull og þar blandast saman glens og gaman, fræðilegir fyrirlestrar, tónlist og leikhúsupplifun og er svohljóðandi:

Oss vantar frumlega hreinskilni  Málþing í tilefni 100 ár útgáfuafmælis Bréfs til Láru
Dagskrá
11:00 setning
11:05 Upplestur Byrjun á bréfi til Láru Kafli I  kafla II ?? 
11: 20 Erindi  #ylur kærleikans@lára ; Rósa María Hjörvar stundakennari og doktorsnemi í bókmenntafræði
11:50  Upplestur Kafli XIV  
12:00 Hádegismatur
13:00 Upplestur Byrjun á óléttu sögu Kafli XXIII 
13:10 Erindi Alheimurinn og ég: Bréfið og bókmenntasagan; Halldór Guðmundsson rithöfundur
13:40 Upplestur kafli XXIV 
14:00 Smá hlé
14: 15 Upplestur Seinni hluti kafli XXII 
14:35 Erindi Skýringa leitað... Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
15:05 Upplestur XXXII kafli  
15:20 Kaffiveitingar 
15: 50 Upplestur XX Álakaflinn 
15:55 Þórbergsvalsinn - frumflutningur eigin lags og frumorts ljóðs. Haukur Helgi Þorvaldsson  og meðreiðarsveinar, -  höfundur ljóðs Ellert Þorvaldsson
16: 20 Upplestur XXXV Lokakaflinn
16 30 Dagskrá lokið

 

Margir listamenn með sýningar í Þórbergssetri í sumar

Þokukenndur BergurÞað verður mikið um að vera í Þórbergssetri í sumar. Framundan er opnun sýningarinnar Umhverfingar í Sveitarfélaginu Hornafirði og verða þrír listamenn með sýningar í Þórbergssetri - bæði inni og úti. Einnig verður listamaðurinn Eva Schram ljósmyndari með ljósmynda - listsýningu í aðalveitingasalnum í Þórbergssetri. Víða gætir áhrifa af verkumÞórbergs og steinarnir sem tala eru sterkir áhrifavaldar í listalífi ungra hugsuða í dag. Að hafa öðruvísi augu og túlkun á umhverfi og náttúru er aðdáunarverðir eiginleikar. Listamenn opna gjarnan augu okkar hinna og við verðum fyrir nýjum hughrifum. Þeir leyfa okkur að verða þátttakendur í margbreytilegum skynheimi, - ryðja fyrir okkur nýjar brautir í gegnum fastmótaðan hugarheim daglegs lífs.

Viðburðir sumarsins verða auglýstir hér á síðu Þórbergsseturs og nú er sannarlega tækifæri fyrir alla Íslendinga að ég tali ekki um Skaftfellinga að koma við í Þórbergssetri og sjá nýjar sýningar eða rifja upp þær sem eldri eru.

Fetað í fótspor Þórbergs Þórðarsonar

söguganga.jpg 1

Söguganga Ferðafélags Íslands var þetta árið í Suðursveit undir farastjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Alls voru í hópnum 44 gönguglaðir einstaklingar og fræðarinn í ferðinni var Baldur Sigurðsson íslenskufræðingur. Fetað var í fótspor Þórbergs Þórðarsonar í Suðursveit bæði í hlaðvarpanum heima á Hala - en einnig inn í Staðarfjalli eða Papbýlisfjalli hinu forna. Hópurinn dvaldi í þrjá daga og segja má að sveit sólar hafi tekið vel á móti ferðalöngunum með einmuna blíðu. Síðasta daginn var farið í heimsókn að eyðibýlinu Felli og síðan gengið inn að Breiðamerkurjökli og stigið þar á jökul og hlustað á sögur heimamanna um smalamennsku í Veðurárdal. Þar varð hópurinn vitni að hraðfara og ótrúlegri hopun Breiðamerkurjökuls, þar sem hann er nú kominn inn fyrir mynni Veðurárdals. Fjallsbrúnin þar sem fara þurfti upp í dalinn af jökli fyrir 30 árum bar við himin langt fyrir ofan okkur. Að njóta náttúrunnar í dásamlegu veðri og lesa saman við bókmenntaverk og hugrenningar Þórbergs Þórðarsonar er einstök upplifun. Magnaðar myndir frá sögugöngunni tala sínu máli. Myndasmiður Gísli Már Gíslason og færum við honum bestu þakkir fyrir þær.  Sjá https://www.flickr.com/photos/gmg47/albums/72177720317038934/

Gjöf til Þórbergsseturs, --Alþýðubók Þórarins Böðvarssonar

alþýðubókin 4 jpgHópur leiðsögumanna kom í Þórbergssetur í sína árlegu útskriftarfeð um síðustu helgi og dvaldi yfir nótt. Með í för var Þröstur Óskarsson sonur þeirra hjóna Óskars Helgasonar og Guðbjargar Gísladóttur á Stöðinni (símstöðinni) eins og þau voru gjarnan kölluð hér um slóðir. Hann kom færandi hendi með Alþýðubókina, sem við höfðum lengi reynt að eignast hér í Þórbergssetri. Bókin heitir Lestrarbók fyrir alþýðu og var gefin út í Kaupmannahöfn árið 1874. Þórbergur Þórðarson lýsir því hvernig bók þessi sem var í eigu föður hans varð uppspretta fróðleiks sem hreif hann mjög strax á barnsaldri og var án efa undirstaða menntunar hans og samtímamanna hans á mörgum sviðum.
Þórbergur lýsir því svo:
,,Eftir að ég komst ofurlítið til andlegs þroska, var það ein bók á Hala, sem mér fannst meira til um en aðrar bækur. Það var Alþýðubók Þórarins Böðvarssonar. Hana las ég orð fyrir orð spjaldanna á milli, ekki einu sinni heldur hvað eftir annað árum saman og kunni margt úr henni næstum orðrétt. Hún var það fyrsta í heiminum sem opnaði mér mikið útsýni yfir lífið og tilveruna. Það var eins og nýr dagur væri að rísa í huganum. Þarna tók við hver frásögnin af annarri sem mér þótti nýstárleg. Sumar voru stórfurðulegar. Þarna fékk ég fyrstu fræðslu um yfirborð jarðarinnar og legu landanna, aðgreiningu og sögu þjóðanna og stjórnarhætti þeirra. Ennþá furðulegri fundust mér þó lýsingar a´sólinni og sólkerfinu, lögun jarðarinnar, snúning hennar um sjálfa sig og hringferðir hennar kringum sól og hvernig stóð á skammdegi og langdegi og jafndægrum, lýsingarnar á tunglinu og ástæðunum fyrir hinum sífelldu útlitsbreytingum þess og skýringarnar á flóði og fjöru, hringferð frumefnanna og uppgufunum vatnsins og úrkomunni og vegalengdum milli hnattanna.
Þetta voru miklar opinberanir austur í Suðursveit upp úr síðustu aldamótum

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5838
Gestir á þessu ári: ... 86435