Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Lifandi mál, lifandi manna

lifandi mál lifandi mannaeftir Kristján Eiríksson
Kynning i dag á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars kl. 14:00
 
„Þótt mikið hafi verið skrifað um ritstörf og ævi meistara Þórbergs Þórðarsonar er einn þáttur sem jafnan hefur orðið útundan en það er esperantotímabilið og áhugi Þórbergs á framgangi hlutlausrar alþjóðatungu. Esperanto var í huga hans það tæki sem gat bjargað menningu smáþjóðanna og um leið sameinað allar þjóðir heimsins í eitt ríki þar sem allir menn nytu réttlætis.
Hér er þessu tímabili gerð ítarleg skil og fjallað um fyrstu kynni Þóbergs af alþjóðamálinu, þýðingar hans og skrif á esperanto, og sagt frá samskiptum hans við erlenda esperantista, ritdeilum um málleysur og alþjóðamál, esperantokennslubókum hans og orðabók sem hann vann að árum saman. Þó er ekki síst fengur að öllu því efni sem Þórbergur ritaði á esperanto, greinum, bréfum, lesköflum og öðru. Margt af þessu birtist hér á íslensku í fyrsta sinn í þýðingu Kritstján Eiríkssonar.

Veðurárdalur

Þobjörg Arnórsdóttir 
135478233 10220224002604104 3308776689397454788 nVeðurárdalur, Illagil, Hellrafjall, Hellrafjallsnöf, Miðfell í Veðurárdal, Miðfellsegg, Útigönguháls, Fauski. Öll þessi nöfn vekja upp minningar um löngu liðna tíð þegar setið var í eldhúsinu á Gamla Hala og skeggrætt fram og til baka um þessar fjarlægu og fáförnu slóðir. Þær voru amk. fjarlægar í hugum þeirra sem töldu að varla væri fært þangað nema fuglinum fljúgandi og fáeinum ,,ofursmölum" af Breiðabólsstaðarbæjum. Þegar haustaði að var farið að leggja á ráðin um Veðurárdalsgöngu og spennan óx með degi hverjum. Veðurárdalsgangan var nefnilega engin venjuleg ganga. Það þurfti að draga fram gömlu heimasmíðuðu jöklabroddana, treysta vel klettaböndin og velja góða veðurspá. Ræða um hverjir ættu að fara innfyrir og hverjir standa fyrir á Hellrafjalli, hvort sést hafi fé í Fellsklettunum, ræða um hvort sú tvílembda á Bjarnarák væri þar enn og svo framvegis.

Lesa meira

Jólakveðja frá Þórbergssetri

DSC01663A.jpgÞórbergssetur hefur verið lokað síðan 1. nóvember vegna áhrifa frá Covid 19 faraldrinum. Það má því segja að nú verði mikil friðarins jól á Halabæjunum og fáir á ferli miða við undanfarin ár. Náttúran skartar samt áfram sínu fegursta á milli þess sem hún ögrar okkur mannfólkinu með sínum ógnarkrafti. Í gærkvöldi dönsuðu norðurljósin hér yfir og lýstu upp allan himininn í ótal litbrigðum og meira að segja Öræfajökull glansaði í náttmyrkrinu. ,,Lífið er alltaf að verða öðruvísi og öðruvísi" og ekki um annað að gera en að taka því af æðruleysi,en jafnframt með von um að brátt víki heimsfaraldur fyrir vísindunum og aftur verði iðandi mannlíf í sveit og bæ.
 
Töluverð starfsemi  hefur verið í gangi síðustu mánuði sem aðallega beinist að rannsóknum og fræðistörfum ýmis konar, Þórbergssetur vinnur nú að verkefni um forn býli og skráningu búsetuminja í landslagi í samstarfi við Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Eftirfarandi grein  birtist í Jólablaði Eystrahorns, þar sem vakin er athygli á þessu skemmtilega en jafnframt krefjandi verkefni. Fyrirhugað er að opna sérstakan vef um verkefnið á vordögum og seta upp sýningu og er undirbúningur í fullum gangi. 
 
Óvíst er á þessari stundu hvenær Þórbergssetur opnar fyrir gesti og gangandi á ný, en vonandi þó sem fyrst. Við sendum hugheilar jólakveðjur og þakkir til allra velunnara Þórbergsseturs um allan heim. Framundan eru krefjandi verkefni í framhaldi af ótrúlegum aðstæðum og breyttri heimsmynd, Þá skiptir miklu að við byggjum á okkar arfleifð sem þjóð og hugum að þeim verðmætum sem felast í sögum fortíðar og menningararfleifð. Þannig tókst okkur sem þjóð að lifa af, -  með nægjusemi, samtakamætti og þrautseigju héldum við áfram. Nú höfum við ótal vopn í höndum,, þökk sé tækni og vísindum og ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði strax og tekist hefur að stöðva þá óværu er herjar á heimsbyggðin., Vonandi tekst okkur þá um leið að víkja af braut óhófs og sóunar þannig að jörðin okkar verði áfram byggileg komandi kynslóðum.
 
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kveðjum frá Þórbergssetri

Forn býli í landslagi

Frá bæjarstæði Butru, nú er þar fjárréttHver þekkir bæjarheitin Butra eða Hellar? Líklega kannast fáir þeirra sem yngri eru við þau en margir af eldri kynslóðum Austur-Skaftfellinga hafa heyrt þeirra getið. Í Sveitarfélaginu Hornafirði eru mikil og merk ummerki um horfna byggð frá liðnum öldum. Ummerkin eru ýmsar tegundir jarðlægra minja, m.a. tóftir bæjarhúsa og annarra mannvirkja tengdum þeim. Þau eru vitnisburður um búsetu og mannlíf á umræddu svæði. Talið er að fjöldi slíkra bæjarminja í sveitarfélaginu sé allt að 100 talsins. Mörg eru langt utan alfararleiðar og því er vitneskjan um tilurð og umfang þeirra ekki mörgum ljós. 

Fyrr á árinu hófu Menningarmiðstöð Hornafjarðar og Þórbergssetur samstarf um skráningu hinna fornu býla, með að markmiði að vernda landfræðilega og sögulega þekkingu á búsetuminjum, og gera byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu sýnilega. Á síðustu öldum bjuggu margir við aðstæður sem myndu þykja mjög óvenjulegar í samanburði við núverandi búsetuhætti. Fjölskyldur flæmdust á milli staða vegna ágangs jökla, jökulvatna, jökulhlaupa og annarra náttúruhamfara. Erfiðar aðstæður urðu til þess að fjölmörg býli og hjáleigur fóru í eyði.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 135
Gestir þennan mánuð: ... 5685
Gestir á þessu ári: ... 23708