• Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Þórbergssetur (safn og veitingahús) er opið í sumar alla daga frá kl 9 - 21 

Vinsamlega bókið fyrir hópa í síma 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar
Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Veitingar
Beint frá býli og skemmtileg sveitastemmning.
Veitingahúsið er opið til loka nóvember 2023  Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

 

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

 

Áhugavert málþing í Þórbergssetri

bokaveggur 800 Hið árlega haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 23. nóvember og hefst klukkan 13:30.  Að þessu sinni verður fjallað um ýmis verkefni sem samstarfsstofnanir Þórbergsseturs hafa unnið að. Málþingið ber nafnið ,,Leitin að því liðna". 

 

 

Dagskrá

13:30 - Setning:   Þorbjörg Arnórsdóttir 

13:45 - Úr Maríutungum í Kambtúnsbúðir - um ferðir milli Skriðuklausturs og Suðursveitar:   Skúli Gunnarsson forstöðumaður Skriðuklaustri

14:15 - Gengið í slóð jöklamælingamanna - mælivörður á Breiðamerkursandi:  Snævarr Guðmundsson jöklafræðingur

14:45 - Í landnámi Hrollaugs Rögnvaldssonar - fornleifaskráning í landi Breiðabólsstaðarbæja: Sigríður Guðný Björgvinsdóttir landfræðingur

15:15 - Stuttur upplestur, upprifjun frá liðinni tíð:  Þorbjörg Arnórsdóttir

15:45 - Kaffiveitingar og umræður

Allir velkomnir

Góðir gestir

Herdís og Bragidansk ththNa ceste za milouFyrir nokkrum dögum komu í heimsókn í Þórbergssetur hjónin Herdís P. Pálsdóttir og Bragi Bjarnason. Þau eru miklir velunnarar Þórbergsseturs og hafa fært safninu margar gjafir úr búi Margrétar og Þórbergs. Herdís er náfrænka Margrétar, afabarn Ásbjörns bróður Margrétar.

Að þessu sinni komu þau með þrjár merkilegar bækur. Það voru þýðingar á hluta af Íslenskum aðli á dönsku ,,Undervejs til min Elskede" og einnig þýðing á sama kafla á slóvensku. Safnið átti hvoruga þessa bók og lítið var vitað um þessa þýðingu á slóvensku sem kom út árið 1958 , þýdd af Jaroslav Kana. Það var einstaklega ánægjulegt að fá þessar bækur hér í safn af frumútgáfum af verkum Þórbergs og færum við þeim hjónum kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.  

Einnig komu þau með forláta útskorin kínverskan vasa og bætist þar í safn kínverskra muna sem hafa verið að berast á síðustu árum. Áður höfðu þau gefið safninu m.a. bollastell Möggugöggu, kertastjaka úr fílabeini, ritvél Mömmugöggu, sófaborð og stofuskáp antik, púðaborða saumaða af Margréti,  leikhúskíki Mömmugöggu, o.fl.

Það verður seint fullþakkað fyrir þann góða hug sem fylgir gjöfum sem þessum og eftir því sem árin líða kemur betur í ljós hversu mikilvægt er að eiga hér á Hala samastað fyrir minningar og muni er tengjast þeim hjónum Þórbergi Þórðarsyni og Margréti Jónsdóttur. Þannig verður Þórbergssetur sem minnisvarði um einn af merkustu rithöfundum Íslands og verk hans ómetanlegur vitnisburður um líf og sögu forfeðra okkar um ókomin ár. 

 PúðiKínverski VasinnBollastell

Tónleikar í Kálfafellsstaðarkirkju 2019

magga stinaHinir árlegu Ólafsmessutónleikar verða  í Kálfafellsstaðarkirkju mánudagskvöldið 29. júlí næstkomandi.

Dagskráin er eftirfarandi og hefst kl 20:00

  • Helgistund; Séra Gunnar Stígur Reynisson
  • Upplestur; Völvan á Kálfafellsstað; Þorbjörg Arnórsdóttir
  • Tónleikar; Magga Stína flytur söngdagskrá m.a. ýmis þjóðlög og og lög við ljóð nokkurra þjóðskálda
  • Gönguferð að Völvuleið; Fjölnir Torfason segir frá

Aðgangur ókeypis

Bókagjöf

2019 7 gjofNú á dögunum komu í heimsókn á Hala hjónin Magnús Ólafsson læknir og Anna Þóra Baldursdóttir,  búsett á Akureyri. Þau gáfu Þórbergssetri nokkrar bækur úr bókasafni föður Önnu Þóru,  Baldurs Eiríkssonar frá Ísafirði ( 1913 - 1988), þar á meðal frumútgáfur af Ofvitanum , Viðfjarðarundrunum og rit Stefáns Einarssonar um Þórberg fimmtugan.

Gaman var að fá þau í heimsókn og rabba um Þórberg og liðna tíð en einnig að finna þann góða hug sem alltaf fylgir gjöfum sem þessum.

Bækurnar verða til sýnis inn í Umskiptingastofunni á Hringbraut 45, sem nú hefur verið endurbyggð inn á sýningunni og fólki leyft að blaða í þeim og fræðast enn frekar um Þórberg og skyggnast inn í hugarheim hans.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 65
Gestir þennan mánuð: ... 10384
Gestir á þessu ári: ... 40647

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst