• Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Þórbergssetur (safn og veitingahús) er opið
frá og með 1. febrúar 2022 kl. 8:00 - 14:00 og 17:00 - 20:00.

Vinsamlega bókið fyrir hópa í síma 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sýningar
Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Veitingar
Beint frá býli og skemmtileg sveitastemmning.
Veitingahúsið er opið allt árið.  Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á hali@hali.is.
 

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

 

Bókmenntahátíð Þórbergsseturs sem verður haldin í Þórbergssetri sunnudaginn 27. mars kl 13:30


Guðmundur Andri ThorssonGestir á hátíðinni eru Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur sem rifjar upp minningar úr barnæsku frá kynnum sínum af Þórbergi Þórðarsyni og skreytir þær með skáldlegu ívafi eins og honum er einum lagið. Með honum í för eru félagar hans frá hinum fornu Spöðum, - Aðalgeir Arason og Eyjólfur Guðmundsson og ætla þeir að skemmta okkur með söng og sprelli. Aðalgeir Arason er fæddur í Suðurhúsum í Borgarhöfn, en einnig ættaður frá Fagurhólsmýri í Öræfum og er því Skaftfellingur í húð og hár.

solveig pEinnig kemur í heimsókn Sólveig Pálsdóttir rithöfundur og barnabarn Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Hún kynnir bók sína Klettaborgina sem segir frá dvöl hennar í Hraunkoti í Lóni á sjöunda áratug síðustu aldar, en hún kom þar fyrst fimm ára gömul og dvaldi öll sumur til 12 ára aldurs. Í bókinni eru einstakar lýsingar horfins sveitasamfélags í Skaftafellssýslu sem hún ,,spinnur einkar fallega, í vel meitluðum glettnum og viðfelldnum texta " Einstakar og næmar mannlýsingar eru aðalsmerki þessarar bókar og auðvelt er að sjá fyrir sér 
heimilisfólkið í Hraunkoti og fleiri Skaftfellinga birtast ljóslifandi í hugskotinu við lestur bókarinnar.
 
Dagskráin verður send út í streymi.
 
Allir eru þó velkomnir í heimsókn í Þórbergssetur þennan dag,. Á það ekki hvað síst við Skaftfellinga allt frá Eystrahorni í austri til Skeiðarársands í vestri. Gaman verður að tengja við þjóðlíf liðinnar aldar með gestum okkar og hittast á ný eftir langt samkomuhlé í Þórbergssetri. Hægt er að fá gistingu í Suðursveit fyrir lengra að komna og nota helgina til dvalar, skemmtunar og vonandi útiveru í sveitum Austur Skaftafellssýslu.

Samstarf Skriðuklausturs og Þórbergsseturs - Málþing um menningararfinn á Skriðuklaustri

Á Skriðuklaustri er hefð fyrir að hafa dagskrá á konudaginn sem að þessu sinni var sunnudagurinn 20. febrúar. Þórbergssetri var boðið að kynna þar verkefnið um búsetuminjar í Suðursveit. Vegna covid tókst ekki að mæta á staðinn en tæknin var notuð og erindið flutt i fjarfundi með beinu streymi. Tókst þetta með ágætum þó að væri hálf einmanalegt fyrir fyrirlesara að rýna í skjáinn í stofunni heima á Hala þá tókst að koma efninu vel til skila. 

Erindi fluttu Skúli Björn Gunnarsson sem fjallaði um eignir klaustursins á Skriðu og rafrænt fjölluðu Þorbjörg og Fjölnir á Hala um fornar rústir í Suðursveit og  uppgötvanir  á því sviði síðustu tvö árin.  Verkefnið búsetuminjar  er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þórbergsseturs og verður framhaldið á næstu árum. Heimasíða verkefnisins er www.busetuminjar.is og þar er komið inn efni um mörg eyðibýli í Suðursveit. Fyrirhugað er að safna þar inn meira efni og fróðleik á næstu mánuðum. Dagskrána frá Skriðuklaustri er hægt að sjá á youtube rás Skriðuklausturs.

Greinargerð yfir starfsemi Þórbergsseturs  árið 2021

Starfsemi Þórbergsseturs var um margt óvenjuleg árið 2021. Þar gætti áhrifa frá heimsfaraldinum Covid 19 enda Þórbergssetur aðeins opið í um sjö mánuði á árinu. Segja má að starfið hafi tekið mið af aðstæðum og þróast yfir í að sinna æ meira fræðastarfsemi, rannsóknum og miðlun menningararfs í stað móttöku ferðamanna. 

Árið 2021 var góðviðrasamt, gjarnan hægviðri framan af vetri og gott veður til útiveru. Því var auðvelt að halda áfram með skráningarverkefni um fornar rústir og búsetuminjar og vinnutími forstöðumanns fyrstu mánuði ársins var alfarið helgaður því verkefni. Verkefnið er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þórbergsseturs og er Sigríður Guðný Björgvinsdóttir landfræðingur og fornleifafræðinemi sá starfsmaður Menningarmiðstöðvarinnar er vinnur að verkefninu með aðilum frá Þórbergssetri.  

Lesa meira

„Okkar mesta mannverk er.“

Laxá í Nesjum brúuð árið 1910

Gísli Sverrir Árnason

laxa i nesjumFyrsti áratugur tuttugustu aldar einkenndist af félagslegri vakningu og margvíslegum framförum í Nesjum. Tvö félög voru stofnuð árið 1907, Málfundafélag Hornfirðinga og Ungmennafélagið Máni. Stóðu þau bæði fyrir öflugu félasstarfi og gáfu einnig út sitthvort sveitarblaðið sem gekk handskrifað bæ frá bæ um sveitina og á Höfn. Málfundafélagið stóð að blaðinu Baldri en Máni að Vísi. Sumarið 1907 var svo Fundarhús Nesjamanna byggt um miðbik sveitarinnar og var það vígt 29. september 1907. Húsið varð strax vettvangur félagsstarfs og samkomuhalds í sveitinni.

Nú var stutt í tvær mestu framkvæmdir í Nesjum til þessa; byggingu Laxárbrúar 1910 og nýja Bjarnaneskirkju við Laxá 1911. Bæði þessi mannvirki ullu straumhvörfum fyrir íbúa héraðsins og nýttust vel þann tíma sem þau stóðu en entust þó ekki jafn vel og til var ætlast í upphafi. Hér á eftir verður sagt svolítið frá vinnu við brúargerðina við Laxá árið 1910.

Lesa alla greinina eins og hún birtist í Eystrahorni (PDF)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 235
Gestir þennan mánuð: ... 1130
Gestir á þessu ári: ... 4338

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst