• Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Þórbergssetur (safn og veitingahús) er opið í sumar alla daga frá kl 9 - 21 

Vinsamlega bókið fyrir hópa í síma 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar
Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Veitingar
Beint frá býli og skemmtileg sveitastemmning.
Veitingahúsið er opið til loka nóvember 2023  Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

 

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

 

Hrossakjötsveisla og bridgemót á Hala í Suðursveit

 Hið árlega hrossakjötsmót verður haldið helgina 14. - 16 apríl næstkomandi. Óformlegt  bjórmót verður haldið á föstudagskvöldinu en byrjað verður að spila tvímenning kl 13:00 á laugardegi. Hrossakjötsátið er í hléi um kvöldmatarleytið en  haldið verður áfram spilamennsku fram eftir kvöldi. Á sunnudeginum hefst spilamennskan klukkan 10 og verður lokið eigi síðar en 15:00.

Hægt er að fá frekari upplýsingar og skrá þátttöku í síma 623 7973 eða senda skilaboð á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Mótsgjald er krónur 5000.
 
Vegna fjölda fyrirspurna setjum við hér inn verðskrá fyrir mótið. Panta þarf gistingu en nægur tími að panta máltíðir þegar komið er á staðinn.
Gisting í tveggja manna herbergi í tvær nætur 15000 á mann.
Gisting í tveggja manna herbergi í eina nótt 10.000 á mann.
Gisting í eins manns herbergi í tvær nætur 18000 á mann.
Gisting í eins manns herbergi í eina nótt 14000 á mann.
 
Halahangikjöt á föstudagskvöldinu er 2500 krónur á mann.
Kjötsúpa í hádeginu á laugardag 2400 krónur á mann.
Kvöldmatur hrossakjötsveisla og  bleikjuhlaðborð í sunnudagshádegi krónur 9000 á mann.
Kaffi og annar viðurgjörningu er innifalinn í mótsgjaldi.
 
Einnig er hægt að panta gistingu á Gerði í síma 4781905 og Skyrhúsinu 8998384 og gildir önnur verðskrá þar.
Þátttaka í mótinu reiknast til silfurstiga hjá Bridgesambandi ÍslandsAllir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Fornleifaskráning í landi Breiðabólsstaðarbæja í Suðursveit

CleanShot 2022 12 13 at 11.17.522xFyrir nokkru síðan var lokið fornleifaskráningu á Breiðabólsstaðarbæjum jafnframt deiliskipulagsvinnu á svæðinu. Sigríður Guðný Björgvinsdóttir landfræðingur vann að skráningunni í samvinnu við heimamenn. Ljóst er að þarna var um mjög mikilvæga vinnu að ræða til að bjarga þekkingu frá eldri kynslóðum og miðla þeim síðan áfram til ókominna ára.

Sigríður gaf leyfi til að birta fornleifaskráninguna á Þórbergsvefnum, en mjög víða er einmitt vitnað í og stuðst við frásögur þeirra bræðra Þórbergs Þórðarsonar og Steinþórs Þórðarsonar enda má segja að svæðið sem unnið var á sé sögusvið Suðursveitabóka Þórbergs. 

Því er ljóst að þarna er komin víðtæk þekking á húsaskipan og landnýtingu á Breiðabólsstaðartorfunni frá þeim tíma er þeir bræður voru að alast upp í lok 19. aldar, en jafnframt vitnað til eldri vitneskju þar sem það á við.

Fornleifaskráningin er því birt hér í heild sinni.

Fréttir af haustþingi Þórbergsseturs um Fell í Suðursveit

imageMálþing Þórbergssetur sem haldið var í lok október var afar áhugavert. Þar var fjallað um endlok byggðar á höfuðbýlinu Felli í Suðursveit sem stóð undir Fellsfjalli á austanverðum Breiðamerkursandi, landsvæði sem nú tilheyrir Vatnajökulsþjóðgarði. Jafnframt var rætt um framgang og síðar hop Breiðamerkurjökuls , landmótun og hvað það var sem varð ,,Felli að falli", eins og Snævarr Guðmundsson fjallaði um í erindi sínu. Mikill áhugi er nú hjá heimamönnum að gera einnig skil fornri menningar- og búsetusögu innan þjóðgarðsins og vonir standa til að fjármunir fáist í slíkt verkefni á næstu árum. Því miður var mikið um að vera þessa helgi og frekar fáir sóttu málþingið og ekki tókst heldur að fá neinn til að senda viðburðinn út í beinu streymi vegna anna. Umfjöllunin var þó afar gagnleg fyrir þá sem koma að rannsóknarstörfum og uppbyggingu innan þjóðgarðsins, þar sem þarna kom fram mikil þverfagleg þekking á svæðinu þar sem fræðimenn og heimamenn er gerst þekkja til  fjölluðu um sögu, búsetu og staðhætti í samhengi við gríðarlegar breytingar á náttúrufari og landslagi allt frá tímum litlu ísaldar til okkar daga. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs voru mættir og auk þess starfsfólk á vegum hinna ýmsu stofnana sem koma að rannsóknum á svæðinu auk áhugafólks um sögu og fornar minjar til að fræðast um staðinn. Dagskráin var löng og stóð til klukkan 5 síðdegis með góðu matar og kaffihléi. 

Lesa meira

FELL í Suðursveit, saga þess í fortíð, nútíð og framtíð ,,.að fletta í albúmum lífsins"

Fell forsíðaHaustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 29. október og hefst klukkan 11:00. Fjallað verður um forna frægð jarðarinnar Fells í Suðursveit, landmótun, jöklabreytingar og lífsstríð ábúenda uns byggð lagðist þar af vegna ágangs jökuls og jökuláa á seinni hluta 19.aldar. Einnig reifaðar hugmyndir að samstarfsverkefni um sjóngervingu menningar- og náttúruarfs með tilliti til nýjustu tækni í formi merkinga innan þjóðgarðsins og e.t.v. sýndarveruleika.
 
Dagskrá
11:00  Málþing sett
11:05  Hvað varð Felli að falli? Landmótun og jöklabreytingar á Breiðamerkursandi á síðustu öldum.  Snævarr Guðmundsson jöklafræðingur
11:35  Horfinn Eden; Fell í skrifum Þórbergs Þórðarsonar; Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
12:05  Hádegisverður
13:00  Mannvist á Felli - skráning búsetuminja; Sigríður Guðny Björgvinsdóttir landfræðingur
13: 35  Lífsstríð og sambýli við jökul og jökulár - Sögur af ábúendum Þorbjörg Arnórsdóttir
14:10  Sögur af Rannveigu á Felli og mannlífi sunnan Steinasands; Fjölnir Torfason
15:00  Endurbygging Fells, - sjóngerving menningar- og náttúruarfs, Þorvarður Árnason náttúrufræðingur
15:30  Kaffihlé
15:55  Ævintýri og líf í Kanada. Kynning á bók um Guðjón R Sigurðsson;  Þórður Sævar Jónsson.
16:30  Lok málþings

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 65
Gestir þennan mánuð: ... 10384
Gestir á þessu ári: ... 40647

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst