Skip to main content

Ingibjörg Zophoníasdóttir segir:

Í þessum kafla finnst mér að Þórbergur lýsi sér mjög vel. Til þess að geta náð þeirri persónu sem hann var að vinna með í hvert skipti varð hann að fara í það hlutverk, sbr. ævisögu Árna Þórarinssonar þar sem hann lifði sig inn í persónu Árna.

Sama gerist í þessu tilviki með Sálminn um blómið og lillu Heggu. Þannig má segja að hann upplifi sig í litlu stúlkunni og þessi kafli lýsir persónu hans einnig mjög vel.

Lesa meira

Kolbrá Höskuldsdóttir segir:

Mig minnir að það hafi verið sumarið 1998, er ég var við vinnu á Jökulsárlóni sem staðarleiðsögumaður, að ég fékk mæta gesti í heimsókn, bróður minn og fjölskyldu. Þar sem náttstaður minn var á Halatorfunni komu þau tjaldinu sínu fyrir í grænum hvammi austan við Gerði þar sem þau ætluðu sér að gista.

Eftir blóðbergskryddað lambalæri á grilli og notalegar samræður náði mágkona mín um Sálminn um blómið hjá Tollu (Húsfreyjunni á Gerði) en það þótti sjálfsagt og nánast tilhlýðilegt að kalla til félagskapar Þórbergs á þessari stundu og í því umhverfi sem við vorum stödd í. Hún var strax ákveðin hvað skyldi lesa og umvafin ilmi af gróðri og sumri, með fjöllin háu allt í kring las hún magnaðri röddu hina ljúfsáru ástarsögu Þórbergs af rauðklædda piltkálfinum og síglöðu stúlkulambinu sem eitt sinn áttu sitt ástarrómans hér á Halatorfunni. Þaðan kemur mín tilvitnun:

Lesa meira

Guðrún Eva segir:

Ég hélt að uppáhalds tilvitnunin mín í Þórberg væri úr Einum kennt, öðrum bent, en um daginn var ég að lesa Bréf til Láru og fann hana þá þar. Kannski er hún í báðum bókunum og ef svo er finnst mér það mjög skiljanlegt. Sjálf hef ég stolið henni og notað oftar en einu sinni. Kannski hefur hann stolið henni frá einhverjum öðrum, enda um að gera að láta hana ganga. Þegar ég slæ um mig með henni geri ég það eftir minni og þá hljómar hún svona:

Lesa meira

Bragi Ólafsson segir:

Tilvitnunin sem ég vel er síðasta erindi kvæðisins Fútúrískar kveldstemningar úr Eddu Þórbergs:

Láttu geisa ljóð úr bási,
spæjari! Varstu sprok að segja?
Sprungu lýs á rauðri tungu?
Glyserin er guðleg læna.
Gling-gling-gló og hver á hróið?
Nybbari sæll og Nói skrubbur!
Nonsens, kaos, bhratar! monsieur!

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5423
Gestir á þessu ári: ... 13463