Skip to main content

Drífa Hjartardóttir segir:

Á ferðum mínum um Suðurkjördæmi gefst of góður tími til að hugsa og njóta náttúrunnar.

Fallegasta landslag sem til er, er á þessari leið minni og jökulinn er engu líkur.
Þegar leið mín liggur um Suðursveit og ég nálgast Hala, þá fer maður ósjálfrátt að leiða hugann að því merkilega fólki sem þar hefur búið í gegn um tíðina.
Bók Þórbergs,  Í Suðursveit og öll sú skemmtilega og leiftrandi frásögn um náttúruna, fólkið, dýrin og bæina glæðist lífi í hugskoti mínu. Lýsingar úr brúðkaupinu, kýrnar sem tala, krakkarnir sem fengu hláturskast á bæjunum, glóandi gullpeningurinn og brennivínsflaskan, Lækningabók Jónasens, samtalið við Jarp og sjúkdómssagan, já það er af nógu að taka.
Tilvitnunin sem ég hef valið er um jökulinn úr bókinni Í Suðursveit.

Lesa meira

I tilefni opnunar Þórbergsseturs

Á einum stað í Sálminum um blómið sér Þórbergur í anda að í framtíðinni muni menn finna upp svo fullkomnar vélar að þeir geti skoðað það sem átti sér stað í fortíðinni. Þá muni Hali í Suðursveit líka öðlast nýtt aðdráttarafl, þangað muni fólk flykkjast hvaðanæva að úr veröldinni og þar muni rísa fínt hótel og veitingahús fyrir alla þá sem eru komnir til að njóta atburðarásarinnar sem staðurinn hefur upp á bjóða. Og hann sér í anda að þeir Silli og Valdi muni á endanum kaupa upp staðinn til að græða á öllu saman.

Lesa meira

Þórunn Hrefna segir:

 Úr höfundarverki Þórbergs langar mig að velja stuttan kafla úr Íslenskum aðli, en sú bók var sú fyrsta sem ég las eftir þennan uppáhaldsrithöfund okkar allra. Ég var sautján ára menntaskólapía og mikið fannst mér ég og hinir nemendurnir leiðinlegir í samanburði við Tryggva Svörfuð og fleiri félaga Þórbergs af Túliniusarbryggju árið 1912.

Í Íslenskum aðli er fyndnin áberandi, sem og hæfni Þórbergs til þess að lýsa mönnum sem sennilega hafa verið ólýsanlegir. Jónatan Jónatansson er einn þeirra, en hann hafði svo mikið dálæti á mat, að menn þóttust ekki þekkja dæmi til annars eins í Eyjafirði: (Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, bókmenntafræðingur)

"Sumir áttu bágt með að vera nærri Jónatan, þegar hann neytti matar, því að svo mikilfengleg voru tilþrif hans til næringarinnar og svo hátt lét í öllum líffærum hans, sem störfuðu að átinu, að það raskaði andlegu jafnvægi þeirra, sem leituðu guðs í fæðunni. Það var siður hans að kasta sér upp í loft að máltíðum loknum og hnykkja þá lengi á með höfði, bringspölum og maga, eins og hann hefði hraflað matinn aðeins hálfa leið ofan í sig til þess að koma sem mestu undan, áður en matmálstímanum lyki."

(Ísl. aðall, bls. 86)

Alþýðufróðleikur

Þegar Hallfreður Örn Eiríksson þjóðfræðingur spyr Steinþór á Hala á sjöunda áratug síðustu aldar, þá aldraðan bónda hvort að honum finnist þær sögur sem hann er að segja unga fólkinu í dag hafi einhverju hlutverki að gegna svarar hann með þessum orðum.

"Ég veit það nú ekki, þetta er nú meira sagt til að halda við og sýna alþýðufróðleik eins og hann var. Það er nú svona með okkur gömlu mennina að við teljum það hafa mikið gildi að alþýðufróðleikurinn fái að lifa áfram með þjóð okkar og ef að engar sögur eru sem binda þátíð og nútíð saman, þá er alltaf hætta á ferðum með þjóðmenningu okkar og að eitthvað glatist."

More Articles …

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5423
Gestir á þessu ári: ... 13463