,,Að hlusta á nið aldanna", málþing í Þórbergssetri

á haldi 125Haustþing Þórbergsseturs verður haldið 25.október kl 11:00 og verður að þessu sinni helgað sögu, náttúrufræði og fornleifafræðirannsóknum í Skaftafellssýslu. Fornleifafræðingarnir Vala Garðarsdóttir, Bjarni F. Einarsson og Steinunn Kristjánsdóttir verða með erindi er tengjast rannsóknum þeirra hér í sýslu, og Helgi Björnsson jöklafræðingur fjallar um Breiðamerkurjökul og jöklafræði. Bjarni F. Einarsson mun kynna nýútkomna bók sem hann er að gefa út, þar sem fjallað er um rannsóknir hans á fornleifum hér í sýslunni. Vala Garðarsdóttir hefur unnið að rannsóknarverkefni sem hún kallar Útræði í Hornafirði frá öndverðu og Steinunn Kristjánsdóttir fjallar um rannsóknir sínar tengdar uppgreftri á Skriðuklaustri og sögnum um ferðir vermanna og fiskveiðar frá hinni fornu Hálsahöfn og dvöl þeirra í Borgarhöfn á öldum áður Í lok málþings verður farið í heimsókn í Kambtún og skyggnst um. Gluggað verður í þjóðsögur og gamlar sagnir á milli erinda fræðimannanna m.a. lesið upp úr þjóðsögum Torfhildar Hólm og Suðursveitarbókum Þórbergs.

Lesa meira

Málþing í Þórbergssetri

Malthing111014Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 11. október og hefst kl 10:30.

Dagskráin ber heitið ,,Stolt okkar er viskan“ og verður að þessu sinni tengd þeim stofnunum sem nú eru starfandi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Með málþinginu er verið að vekja athygli á mikilvægi  rannsókna er tengjast umhverfi, sögu og náttúrufari og hvernig hægt er að nýta þær sem styrkari  bakgrunn í ferðaþjónustu. Takmark okkar ætti að vera að öll ferðaþjónusta verði fræðandi ferðaþjónusta og því mikilvægt að hafa nú innan sveitarfélagsins vettvang til rannsókna, en jafnframt þarf að huga að samstarfi og miðlun á milli stofnana þannig að þekking og niðurstöður skráninga og rannsókna séu aðgengilegar þeim er starfa við upplýsingagjöf og móttöku. Birna Lárusdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingar eru gestir málþingsins. Þær hafa  dvalið í fræðaíbúð á Hala og unnið að verkefnum sínum og hafa m.a. starfað við fornleifaskráningu í Skaftafelli og á Kvískerjum.

Dagskrá haustþingsins er eftirfarandi:

Lesa meira

Málþing í Þórbergssetri 25. okt. 2015

,, Að hlusta á nið aldanna " 

Fornleifafræðingar mæla sér mót í Þórbergssetri sunnudaginn 25. október. Málþingið hefst kl 11:00 og stendur til kl 17:00. Fjallað verður um náttúrufar, sögu og fornleifarannsóknir í Austur- Skaftafellssýslu. Rifjaðar verða upp gamlar þjóðsögur tengdar Kambtúni og Hálsahöfn. Fornleifafræðingarnir Vala Garðarsdóttir, Bjarni F. Einarsson og Steinunn Kristjánsdóttir verða með erindi og Helgi Björnsson jöklafræðingur miðlar af þekkingu sinni um landslagsbreytingar og jökla. Farið verður í Kambtún að skoða fornar verbúðartættur í lok málþingsins ef að veður leyfir.

Nánari dagskrá auglýst síðar

,,Boðið heim" í Þórbergssetur og á Hala. Málþing ,,Að yrkja óreiðu"

thor0264Endilega skreppið í sveitina, bókmenntir, ferðaþjónusta,veitingar beint frá býli.

Næstkomandi sunnudag 9. júní verður opin dagskrá í Þórbergssetri tengd bókmenntum, menningarferðaþjónustu og verkefni á vegum Ferðaþjónustu bænda undir heitinu ,,Bændur bjóða heim.”

Dagskráin hefst klukkan 14:00 með málþingi í Þórbergssetri. Þrír starfsmenn Þórbergsseturs og Gistiheimilins á Hala flytja erindi. Það eru þau Berglind Ýr Sveinbjörnsdóttir og Kristján Hannesson sem bæði eru með mastersgráðu í bókmenntafræði og Martina Ceolin frá Ítalíu en hún er master í germönskum fornfræðum og tungumálum( Germanic Philology ) og er að hefja doktorsnám við Háskóla Íslands næsta haust í íslenskum miðaldarfræðum (Medieval Icelandic studies) jafnframt því að læra íslensku. Það verður forvitnilegt að heyra hvað þau hafa fram að færa og hvernig þau tengja dvöl og starf á Hala við nám sitt og áhugasvið. 

Lesa meira

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 284
Gestir þennan mánuð: ... 4995
Gestir á þessu ári: ... 124635

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst