Skip to main content

Róið í duggur

Þórbergur Þórðarson skrifar:

(Landneminn. 7.tbl.1953)

Björn Björnsson, almennt kallaður Gamli-Björn, var einn þeirra frumlegu manna, er settu svip á Suðursveit langt fram yfir síðustu aldamót. Hann var dóttursonur Þorsteins Gizurssonar tóls. Þorsteinn var upprunninn úr Suðursveit, en dvaldist síðara hluta ævinnar á Hofi í Öræfum. Hann var mikill smiður og mesta ljóðskáld, sem borið hefur verið í Austur-Skaftafellssýslu, svo að sögur fari af.
Björn var vel skynsamur og prýðilega söngvinn. Honum var og gefinn frásagnarhæfileiki, sem enginn gleymdi , er kunni að hlýða á sögur. Honum lá lágt rómur, og hann sagði mjög stillilega frá og lygndi við og við aftur augunum, svo andlitssvipuirnn varð líkastur því, sem hann talaði í móki.

Lesa meira

Skipsstönd í Suðursveit

Steinþór Þórðarson, Hala

(Skrifað í Jólablað Vísis 1958)

Þegar ég var að alast upp og frameftir mínum fullorðinsárum, var mikið af frönskum fiskiskútum hér með ströndinni. Það mátti telja 60-70 skútur, þegar flest var frá Stemmukrókum, en þeir eru aðeins vestan við hásuður frá Reynivöllum að sjá, að Borgarhafnarhálsum, sem eru klettar fram við sjóinn, stutt austan við Hrekksgerði. Á landi mun þessi vegalengd vera með ströndinni um 20 km. Gaman höfðum við krakkarnir að standa úti í rökkrinu á kvöldin, þegar gott var veður, og horfa á alla ljósadýrðina. Skúturnar heilluðu oft hug þeirra unga, bæði í björtu og dimmu.

Lesa meira

Mosi og fléttur á Kvennaskálasteininum

Þorbjörg Arnórsdóttir skrifar:

kv038Þegar gengið er í vesturátt frá Hala eftir þjóðveginum og síðan sem leið liggur inn Flatirnar í átt að Reynivöllum, sem er vestasti bær í Suðursveit, kemur maður von bráðar inn í Kvennaskála, sem er hvammur eða hvilft neðan við pýramídalagaðan tind, Kvennaskálatind. Þórbergur Þórðarson rithöfundur lýsir Kvennaskála þannig í bókinni Um lönd og lýði.

,, Kvennaskáli var skemmtilegur hvammur í fjallinu milli Flatanna og Háaleitis. Þar var sællegur gróður, því þar var oft logn og gott að sitja þar í austannæðingnum. Þar voru fögur og ilmsterk grös og stórir brekkusniglar.”( Í Suðursveit bls. 178)

Lesa meira

Að koma við í Steinum

Þorbjörg Arnórsdóttir skrifar:

Það er gaman að staldra við undir Steinafjalli í Suðursveit, nánar tiltekið undir austurhlíðum Steinafjalls spölkorn frá Sléttaleiti. Þar eru greinilegar búsetuminjar frá öndverðri 19. öld, gamlar tættur og hleðslur sem vekja undrun og eftirtekt. Þær eru flestar á þeim slóðum þar sem hlíðin mætir sléttlendinu, innan um eða neðan undir steinum og stórbjörgum sem hrapað hafa úr klettunum fyrir ofan hlíðina. Þar eru tættur bæjarins í Steinum í Suðursveit sem lagðist í eyði 1829, og fluttist ári síðar vestur með hlíðinni að Sléttaleiti. Örskammt frá tættunum er stór stakstæður steinn, steinninn Prestastóll, stórvitur og margfróður, segir Þórbergur.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 71
Gestir þennan mánuð: ... 4590
Gestir á þessu ári: ... 22614