Sléttaleiti í Suðursveit

Þorbjörg Arnórsdóttir skrifar:

Þegar ekið er eftir þjóðveginum þar sem hann liggur meðfram Steinafjalli í Suðursveit undra sig margir á bæjarstæði upp í hlíðinni þar sem við blasa rústir af gömlu eyðibýli, Sléttaleiti. Nafnið hljómar sem öfugmæli enda stendur bærinn í brattri fjallshlíð undir hrikalegum hömrum. Um nafnið hefur varðveist eftirfarandi vísa:


Sléttaleiti skilst mér síst að heiti
betur færi, ef Brattahlíð
bærinn nefndist sína tíð.

Lesa meira

Fráfærur í Suðursveit

Grein eftir Steinþór Þórðarson Hala, birtist í jólablaði Tímans 1943

Fráfærudagurinn var einn af merkisdögum í mínu byggðarlagi. Það var hlakkað til hans dagana á undan, eins og til jólanna. Tilhlökkun eldra fólksins var
bundin við vaxandi björg í búið, sem þá var oft þörf á þeim tíma árs, en okkar unglinganna við smalamennsku, yfirsetu lambanna og fleira. Nú  eru  liðin 15 ár síðan ég var síðast við fráfærur. –  Ætla  ég  því að  rifja  upp ýmisleg tfrá fráfærunum, eins og þær voru framkvæmdar í mínu byggðarlagi.
Fyrst þegar ég mundi eftir var stíað eins og það var kallað.

Var það undirbúningur undir fráfærurnar og stóð hálfan mánuð, og var gert á þann hátt, að ærnar og lömbin voru rekin í rétt á kvöldin, lömbin tekin frá ánum yfir nóttina og byrgð í húsi , sem stóð við réttina og var kallað stekkur, en umhverfið kringum réttina var kallað Stekkjatún eða Stekkjaból.

Lesa meira

Slys í Suðursveit

Ragnar Ægir Fjölnisson og Fjölnir Torfason skrifa:
Birt í skólablaði Hrollaugsstaðaskóla vorið 2002
Faðir minn Fjölnir Torfason, sagði mér þessa sögu einu sinni þegar við vorum á ferð meðfram Mjósundarárgljúfrinu í Hólmafjalli. Afi hans, Steinþór Þórðarson sagði honum frá þessum atburði oftog mörgum sinnum þegar þeir áttu leið þarna um.
Þann 21.júlí 1890 varð sviplegt slys í Suðursveit. Þeir bræður Gísli, 25 ára og Runólfur, 12 ára Eyjólfssynir á Reynivöllum  höfðu farið að bjarga kind úr svelti fremst í Mjósundarárgljúfrinu. Mjósundarárgljúfur liggur á milli  Fellsfjalls og Hólmafjalls og sést af þjóðveginum þegar ekið er neðan við Reynivelli.

Lesa meira

Forn rúst í Steinadal í Suðursveit

Bjarni F. Einarsson skrifar:

Vindás í Steinadal
Fyrir fáeinum árum var mér sagt frá því að bóndinn á Hala, Fjölnir Torfason, teldi sig hafa fundið rústir býlisins Hofs eða Vindáss í Steinadal. Þegar ég var við rannókn í Hólmi sumarið 1999 var mér boðið að skoða staðinn í fylgd Fjölnis og fl. Skoðaði ég nokkrar rústir á staðnum, þ.á m. meinta kirkjurúst og vísbendingar um aðra sem Fjölnir taldi geta verið leifar af skála. Var ég honum sammála í því að þarna gæti leynst skáli og töldum við
það geta verið fróðlegt að reyna á þennan grun okkar með prufuholugreftri.

Lesa meira

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 142
Gestir á þessu ári: ... 46456

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst