Skip to main content

Staðarfjall - örnefni

Stefán Einarsson prófessor:

Staðarfjall tilheyrir Breiðabólstað og heitir því í rauninni Breiðabólstaðarfjall(1). Þórbergur álítur það vera Papýlisfjall(2), svo og E.Ó.S.
Í því og á Steinadal eru aðalskógarleifar í Suðursveit. Í þeims kógi við fjallsrætur halda Suðursveitungar samkomur. Norðvestur af Vatnsdal(3) eru tveir tindar á egginni vestan Brókarjökuls(4), sem heita Karl(5) og Kerling(6), sjást af Steinasandi(7).
Vatnsdalur er norðvestan af Staðarfjalli. Hann dregur nafn af því, að þegar skriðjöklar gengu lengst fram fyrir síðustu aldamót,gekk lág jökultunga fyrir op dalsins að sunnan, svo að ekki varð frárennsli úr honum.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 33
Gestir þennan mánuð: ... 4553
Gestir á þessu ári: ... 22576