Starfsskýrsla 2009

 Árið 2009 var viðburðarríkt í Þórbergssetri. Fjöldi ferðamanna sóttu Þórbergssetur heim og öflug menningarstarfsemi var allt árið. Hæst bar að Þórbergssetur fékk viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember fyrir starfsemi sína.
Helstu viðburðir og verkefni voru eftirfarandi:

Lesa meira

Starfsskýrsla Þórbergsseturs 2008

maninnStarfsárið 2008 er annað heila starfsár Þórbergsseturs. Árið var viðburðaríkt og fjöldi gesta, íslenskra sem erlendra heimsóttu setrið og nutu þjónustu þar.

Áætlað er að gestakomur hafi verið allt að 20.000, um 15.000 manns komið í húsið og 5500 sóttu sýningar. Mikil aukning er í heimsóknum erlendra ferðamanna og vel má finna að Þórbergssetur er í raun séríslenskt og sérstaða þess mikil. Hæst ber að Þórbergssetur fékk þá miklu viðurkenningu að vera handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar SAF fyrir árið 2008.

Lesa meira

Starfsemi og viðburðir 2007

restaurant museumFyrsta heila starfsár Þórbergsseturs er árið 2007. Þetta ár hefur starfsemin verið að mótast og einstaka viðburðir að festa sig í sessi. Fjölmargir ferðalangar komu við í Þórbergssetri, 4700 manns sóttu þar sýningar en ætla má að amk. 12000 manns hafi komið í húsið og notið þar einhverrar þjónustu. Erlendir ferðamenn koma við og njóta veitinga en sækja lítið sýningarnar, ljóst er að það mun taka tíma að markaðssetja Þórbergssetur fyrir erlenda ferðamenn á næstu árum.. Þórbergssetur hafði litla fjármuni til rekstrar á árinu 2007 og einkenndi það nokkuð starfið. Einn starfsmaður var á launum við móttöku ferðamanna frá 20 maí til 1. október 2007. Forstöðumaður fór á föst laun 1. ágúst en endanlega var gengið frá þeirri ráðningu 1. janúar 2008 þegar ljóst var að rekstrarfjármunir komu á fjárlögum Alþingis fyrir árið 2008.

Lesa meira

Starfsemi og viðburðir 2006

samkomaÞórbergssetur var opnað fyrir almenning 1. júlí 2006. Um 4300 manns sóttu sýningar í Þórbergssetri árið 2006, en miklu fleiri amk. 6000 manns heimsóttu Þórbergssetur þetta ár og nutu þar einhverrar þjónustu. Staðarhaldarar Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason gera sér far um að fræða fólk um sögur og umhverfi og segja frá Þórbergi, bókum hans og áhugamálum.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 124
Gestir þennan mánuð: ... 7295
Gestir á þessu ári: ... 18036

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst