Viðburðir og starfsemi árið 2010

Þórbergssetur hefur nú á fimmta starfsári sínu sannað tilverurétt sinn sem menningarsetur í sveit á Íslandi með öfluga starfsemi allt árið. Með undirritun rekstrarsamnings við mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands hefur Þórbergssetur fengið þá viðurkenningu að vera eitt af þremur rithöfundasöfnum Íslands og gegnir þar með mikilvægu hlutverki sem ein af menningarstofnunum Íslands.

Lesa meira

Að loknu sumri 2010

Sumarið 2010 var viðburðarríkt í Þórbergssetri þrátt fyrir að færri gestir heimsóttu setrið en árið áður. Réð þar einhverju um að færri Íslandingar voru á ferðalagi um austanvert landið á þessu sumri, en einmuna veðurblíða var vestanlands á meðan veðurfar var risjóttara um austanvert landið, sólarlítið og rigningartíð er líða tók á sumarið. Þórbergssetur og Skriðuklaustur voru með sameiginlega sýningu sem bar heitið Fjallasýn. Um var að ræða málverkasýningu af þremur íslenskum fjöllum, af Herðubreið og Snæfelli á Skriðuklaustri og Öræfajökli í Þórbergssetri , en einnig fræðileg og skáldleg umfjöllun um fjöllin. Í Þórbergssetri voru einnig myndasýningar af ferðum á Hvannadalshnjúk og í Veðurárdali. Sýningar þessar vöktu athygli gesta og tengdu þær þessi tvö rithöfunda- og menningarsetur norðan og sunnan Vatnajökuls saman á skemmtilegan máta. Á miðju sumri voru síðan árlegir tónleikar í Kálfafelsstaðarkirkju á Ólafsmessu, haldnir í samstarfi við sóknarnefnd og sóknarprest Kálfafellsstaðarkirkju. Það var Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Maté píanóleikari sem héldu um 60 kirkjugestum hugföngnum á einstaklega lifandi og skemmmtilegu tónleikum. Á haustdögum var alþjóðlegt málþing í Þórbergssetri í samstarfi við Háskólasetur Hornafjarðar sem bar heitið, : LANDNÁM NORRÆNNA OG KELTNESKRA MANNA Á ÍSLANDI. Málþingið sóttu um 35 manns og vonir standa til að það sé upphaf frekara samstarfs milli þjóða um norðanverða Evrópu á næstu árum þar sem fjallað verði m.a. um keltnesk áhrif á Íslandi og fyrstu landnema Suðausturlands.
Ætla má að um 6000 manns hafi sótt sýningar Þórbergsseturs í sumar en um 18 – 20.000 manns komið í Þórbergssetur. Í Þórbergssetri er tekið á móti fólki af sveitasið, heilsað upp á gesti og gangandi og þeir fræddir um umhverfi og sögu. Boðið er upp á þjóðlegar veitingar og mat beint frá býli á veitingastaðnum, silung og lambakjöt og ef íslenskir hópar dvelja á Hala er gripið til bókmenntanna og lesnir vel valdir kaflar úr verkum Þórbergs. Erlendir ferðamenn fá yfir kvöldverðinum lýsingu á búskaparháttum á Halabæjunum, umfjöllun um mat og matarmenningu og hvernig héraðið í einni svipan losnaði undan viðjum landfræðilegrar einangrunar. Austur Skaftafellssýsla er nú eitt af öflugustu ferðamannasvæðum á Íslandi. Þórbergssetur hefur það að markmiði að kynna fyrir ferðamönnum sögu og menningu svæðisins og hefur nú skapað sér ákveðinn sess sem einn af þeim stöðum á Íslandi er helgar sig eingöngu menningarferðaþjónustu allt árið um kring.

Starfsskýrsla 2009

 Árið 2009 var viðburðarríkt í Þórbergssetri. Fjöldi ferðamanna sóttu Þórbergssetur heim og öflug menningarstarfsemi var allt árið. Hæst bar að Þórbergssetur fékk viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember fyrir starfsemi sína.
Helstu viðburðir og verkefni voru eftirfarandi:

Lesa meira

Starfsskýrsla Þórbergsseturs 2008

maninnStarfsárið 2008 er annað heila starfsár Þórbergsseturs. Árið var viðburðaríkt og fjöldi gesta, íslenskra sem erlendra heimsóttu setrið og nutu þjónustu þar.

Áætlað er að gestakomur hafi verið allt að 20.000, um 15.000 manns komið í húsið og 5500 sóttu sýningar. Mikil aukning er í heimsóknum erlendra ferðamanna og vel má finna að Þórbergssetur er í raun séríslenskt og sérstaða þess mikil. Hæst ber að Þórbergssetur fékk þá miklu viðurkenningu að vera handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar SAF fyrir árið 2008.

Lesa meira

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 6892
Gestir á þessu ári: ... 43304

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst