Í kompaníi við Þórberg og Matthías

Sverrir Árnason skrifar:

„Bonvolu eniri!"

     Upphafsorð bókarinnar - Þórbergur býður gesti sína velkomna á esperantó. Þórbergur og esperantó. Þórbergur og hugsjónin um betri heim þar sem tungumálið átti að gegna lykilhlutverki sameiningar í veröld þar sem allir áttu að vera jafnir - allir áttu að hafa jafnan rétt, allir áttu að eiga allt saman. Veröld laus við stigveldi.  Þetta minnir svolítið á það sem Ástráður Eysteinsson talaði um í fyrirlestri sínum um hugmyndir Þórbergs að gefa árlega út bók þar sem hann kæmi hinum margvíslegu hugðarefnum sínum á framfæri - bók sem væri á láréttu plani þar sem flokkunin flæðir út um allt og hægt að skauta á milli að vild, bók sem hafnar stigveldi því stigveldið gengur út á að það sem sé efst sé mikilvægast en annað sé mismunandi mikið undirskipað.

Lesa meira

Þórbergur og saga Austur-Skaftafellssýslu

Zophonías Torfason skrifar:

Um þær mundir sem undirbúningur fyrir afmælishátíð Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar frá Hala stóð sem hæst snemma árs 1989 barst höfundi þessa greinarkorns í hendur efni sem Þórbergur hafði safnað á sínum tíma og nefnt er hér „Safn til sögu Austur-Skaftafellssýslu". Efni þetta var til sýnis í Gömlubúð, byggðarsafni Austur-Skaftafellinga, þessa daga í marsmánuði þegar aldarminningin stóð yfir en eftirminnilegust frá þessum ágætu dögum var tvímælalaust hátíðardagskráin í Sindrabæ að kvöldi afmælisdagsins 12. mars.

Lesa meira

Þankar um Þórberg

Einar Bragi skrifar:

Erindi flutt á Höfn í Hornafirði þegar Skaftfellingar minntust aldarafmæli Þórbergs Þórðarsonar 12.mars 1989. Haldið var upp á afmælið einu ári of seint eins og reyndar öll merkisafmæli Þórbergs. Þórbergur var fæddur 12. mars 1888 og er sá fæðingardagur skráður í kirkjubók Kálfafellsstaðarkirkju. Síðar urðu þau mistök að fæðingarár Þórbergs var talið vera 1889 , en ekki er vitað með vissu hvernig eða hvenær Þórbergur yngdist um eitt ár eða hvað olli þeim undarlega misskilningi.
Þankar um Þórberg
Erindi Einars Braga flutt á Höfn í Hornafirði 12.mars 1989

Lesa meira

Um Þórberg Þórðarson

Soffía Auður Birgisdóttir skrifar:

Þórbergur Þórðarson er samkvæmt kirkjubókum fæddur 12. mars 1888, en sagan segir að foreldra hans hafi hins vegar minnt að fæðingarár hans væri 1889 og sjálfur hélt hann sig við það ártal. Það má kallast kaldhæðni örlaganna að fæðingarárið skuli ekki vera á hreinu í tilviki Þórbergs því eins og menn vita var hann nákvæmismaður á ýmislegt, ekki síst tölulegar staðreyndir og mælingar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er þó rétta fæðingarárið það sem skráð er í kirkjubækur, 1888. (Sjá greinar eftir Þorsteinn Gylfason og Einar Braga í Tímariti Máls og menningar, 3. hefti, 1989.)

Lesa meira

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 10
Gestir þennan mánuð: ... 1011
Gestir á þessu ári: ... 46298

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst