Skip to main content

„Falsaðar og þó eiðsvarnar myndir“

Soffía Auður Birgisdóttir


„Falsaðar og þó eiðsvarnar myndir“


Samanburður á sjálfsmyndum Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness í skáldævisögulegum verkum þeirra

Góðir tímar

Sveinbjörn Pálsson skrifar:

Þórbergur Þórðarson er fæddur á Hala í Suðursveit þann 12. mars árið 1888 og lést 1974. Foreldrar Þórbergs voru þau Anna Benediktsdóttir og Þórður Steinsson. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist þar öllum algengum sveitastörfum. Hali er ekki langt frá sjónum og hafði Þórbergur unun af því að horfa á frönsku skipin sigla framhjá. Hann fæddist í einni af afskekktustu sveitum landsins. Hann varð strax mikill grúskari og var litinn hornauga af sveitungum sínum vegna forvitni sinnar, gáfna og áhuga á öllum sköpuðum hlutum.

Lesa meira

Steinarnir tala

Þorbjörg Arnórsdóttir skrifar:

Þórbergur segir í bók sinni Steinarnir tala:

En það sat fast í mér, frá því ég mundi eftir mér, að allt væri lifandi og með vissu viti……. Það var eins og þetta væri meðfædd þekking í mér…Mér var vel við hana í björtu. Hún gerði svo líflegt í kringum mig og svo mikið í öllu. En í myrkri, þegar ég var einn, þá var mér illa við hana."

Lesa meira

Þórbergur og esperanto

Baldur Ragnarsson skrifar:

Í umfjöllun um ævi og störf Þórbergs Þórðarsonar hefur mér (og fleirum sem vel þekkja til) fundist mjög á það vanta að minnst sé með verðugum hætti hins mikla starfs hans í þágu hins hlutlausa alþjóðamáls dr. Zamenhofs, esperanto. Sú staðreynd blasir þó við að um nær tveggja áratuga skeið vann Þórbergur markvisst að kynningu á alþjóðamálinu með kennslu og samningu kennslubóka, blaðagreina og ýtarlegs kynningarrits um málið (Alþjóðamál og málleysur,1933). Hann var einn helsti hvatamaður að stofnun esperantofélags í Reykjavík.

Lesa meira

Þórbergur Þórðarson, verkisto kaj esperantisto 1889 - 1974

Baldur Ragnarsson skrifar:

La 4an de aprilo 1950, meztage post tagmangho en la komuna manghsalono de la gimnazio en Akureyri, mi eniris mian chambron por kolekti iujn librojn por la posttagmezaj leci onoj. Tiam eksonis kontrau min por la unua fojo la belsonaj vorto j de lingvo, kiun mi es
tis fervore studinta dum la antaua somero. Ivo Lapenna estis ad iauanta la islandan popolon pere de la Shtata radio. Mi kunchambrano,  pos edanto de la radio-aparato, vokis kontrau min, kie mi staris transformita kvazau la edzino de Lot: "Auskultu, tion nur vi devas kompreni , vi fantaziulo!" Tia estis mia unua sperto pri parolata Esperanto.

Lesa meira

Í kompaníi við Þórberg og Matthías

Sverrir Árnason skrifar:

„Bonvolu eniri!"

     Upphafsorð bókarinnar - Þórbergur býður gesti sína velkomna á esperantó. Þórbergur og esperantó. Þórbergur og hugsjónin um betri heim þar sem tungumálið átti að gegna lykilhlutverki sameiningar í veröld þar sem allir áttu að vera jafnir - allir áttu að hafa jafnan rétt, allir áttu að eiga allt saman. Veröld laus við stigveldi.  Þetta minnir svolítið á það sem Ástráður Eysteinsson talaði um í fyrirlestri sínum um hugmyndir Þórbergs að gefa árlega út bók þar sem hann kæmi hinum margvíslegu hugðarefnum sínum á framfæri - bók sem væri á láréttu plani þar sem flokkunin flæðir út um allt og hægt að skauta á milli að vild, bók sem hafnar stigveldi því stigveldið gengur út á að það sem sé efst sé mikilvægast en annað sé mismunandi mikið undirskipað.

Lesa meira

Þankar um Þórberg

Einar Bragi skrifar:

Erindi flutt á Höfn í Hornafirði þegar Skaftfellingar minntust aldarafmæli Þórbergs Þórðarsonar 12.mars 1989. Haldið var upp á afmælið einu ári of seint eins og reyndar öll merkisafmæli Þórbergs. Þórbergur var fæddur 12. mars 1888 og er sá fæðingardagur skráður í kirkjubók Kálfafellsstaðarkirkju. Síðar urðu þau mistök að fæðingarár Þórbergs var talið vera 1889 , en ekki er vitað með vissu hvernig eða hvenær Þórbergur yngdist um eitt ár eða hvað olli þeim undarlega misskilningi.
Þankar um Þórberg
Erindi Einars Braga flutt á Höfn í Hornafirði 12.mars 1989

Lesa meira

Þórbergur og saga Austur-Skaftafellssýslu

Zophonías Torfason skrifar:

Um þær mundir sem undirbúningur fyrir afmælishátíð Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar frá Hala stóð sem hæst snemma árs 1989 barst höfundi þessa greinarkorns í hendur efni sem Þórbergur hafði safnað á sínum tíma og nefnt er hér „Safn til sögu Austur-Skaftafellssýslu". Efni þetta var til sýnis í Gömlubúð, byggðarsafni Austur-Skaftafellinga, þessa daga í marsmánuði þegar aldarminningin stóð yfir en eftirminnilegust frá þessum ágætu dögum var tvímælalaust hátíðardagskráin í Sindrabæ að kvöldi afmælisdagsins 12. mars.

Lesa meira

Um Þórberg Þórðarson

Soffía Auður Birgisdóttir skrifar:

Þórbergur Þórðarson er samkvæmt kirkjubókum fæddur 12. mars 1888, en sagan segir að foreldra hans hafi hins vegar minnt að fæðingarár hans væri 1889 og sjálfur hélt hann sig við það ártal. Það má kallast kaldhæðni örlaganna að fæðingarárið skuli ekki vera á hreinu í tilviki Þórbergs því eins og menn vita var hann nákvæmismaður á ýmislegt, ekki síst tölulegar staðreyndir og mælingar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er þó rétta fæðingarárið það sem skráð er í kirkjubækur, 1888. (Sjá greinar eftir Þorsteinn Gylfason og Einar Braga í Tímariti Máls og menningar, 3. hefti, 1989.)

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 159
Gestir þennan mánuð: ... 5708
Gestir á þessu ári: ... 23732