Halldór og Þórbergur 14-3-2002

Pétur Gunnarsson skrifar:

"Hvað hefst Þórbergur að - og hvernig farið þið að komast fyrir báðir í ekki stærri bæ en höfuðborginni við Kollafjörð?" spyr Kristján Albertsson í bréfitil Halldórs 14. janúar 1930.(1)

Góð spurning. Báðir höfðu þeir lagt af stað árið 1919, Þórbergur með greininni Ljós úr austri sem birtist í Eimreiðinni og boðar ekki aðeins upphafið á ferli hans sem lausamálshöfundur, heldur einnig blábyrjun á boðun jóga á Íslandi. Halldór með Barni náttúrunnar. Þórbergur var þrítugur íslenskukennari, Halldór 17 ára unglingur.

Lesa meira

Þórbergur og skáldsagan

Pétur Gunnarsson skrifar:
Það er athyglisvert hve mörg verka Þórbergs, jafnvel þau helstu, eru pöntuð og engan veginn víst að hann hefði skrifað þau ef ekki hefði komið til þessi ytri hvati.
Sem leiðir reyndar hugann að því hvort Þórbergur hafi yfir höfuð ætlað að verða skáld og rithöfundur.
Í Kompaníi við allífið er spurningin borin upp og Þórbergur svarar:

"Ég ætlaði mér aldrei að verða neitt... Og mér hefur orðið að áhugaleysi mínu. Ég veit
ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma orðið neitt..." (1)

Lesa meira

Góðir tímar

Sveinbjörn Pálsson skrifar:

Þórbergur Þórðarson er fæddur á Hala í Suðursveit þann 12. mars árið 1888 og lést 1974. Foreldrar Þórbergs voru þau Anna Benediktsdóttir og Þórður Steinsson. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist þar öllum algengum sveitastörfum. Hali er ekki langt frá sjónum og hafði Þórbergur unun af því að horfa á frönsku skipin sigla framhjá. Hann fæddist í einni af afskekktustu sveitum landsins. Hann varð strax mikill grúskari og var litinn hornauga af sveitungum sínum vegna forvitni sinnar, gáfna og áhuga á öllum sköpuðum hlutum.

Lesa meira

Ávarp við afhjúpun minningarskjaldar um Þórberg Þórðarson - Þórbergur og skáldsagan

Pétur Gunnarsson skrifar:

Í Ofvitanum talar Þórbergur um listina að "lesa hús". Að lesa hús var að kunna að skynja þá fortíð sem húsið bjó yfir, hvert hús átti sögu sem móttakandinn þurfti þekkingu til að njóta.  Þetta hét á máli Þórbergs að lesa hús.  Orðrétt segir Þórbergur:  
"...  ég vildi vekja athygli lesenda minna á því, hvílíkir þekkingar- og stemninga-brunnar eru byrgðir því fólki sem alla sína æfi hefur verið svo önnum kafið í  yfirborðssmámunum lífsins, að það hefur aldrei gefið sér tíma til að læra að lesa hús."

Lesa meira

Steinarnir tala

Þorbjörg Arnórsdóttir skrifar:

Þórbergur segir í bók sinni Steinarnir tala:

En það sat fast í mér, frá því ég mundi eftir mér, að allt væri lifandi og með vissu viti……. Það var eins og þetta væri meðfædd þekking í mér…Mér var vel við hana í björtu. Hún gerði svo líflegt í kringum mig og svo mikið í öllu. En í myrkri, þegar ég var einn, þá var mér illa við hana."

Lesa meira

Þórbergur og Proust

Pétur Gunnarsson skrifar:

Fyrstu kynni mín af Þórbergi Þórðarsyni voru þegar ég var ellefu ára. Mér hafði boðist íhlaupavinna við að bera út Kennaratalið sem þau misserin var að koma út í heftum. Það var að sjálfsögðu bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma inn á gafl hjá öllu þessu fólki, kaupendur voru skeptískir í fyrstu, eins og kaupenda er siður, en satt að segja með ólíkindum hvað léttist á fólki brúnin þegar það hafði flett upp á sjálfu sér og við blasti mynd með svolitlu æviágripi.

Lesa meira

Þórbergur og esperanto

Baldur Ragnarsson skrifar:

Í umfjöllun um ævi og störf Þórbergs Þórðarsonar hefur mér (og fleirum sem vel þekkja til) fundist mjög á það vanta að minnst sé með verðugum hætti hins mikla starfs hans í þágu hins hlutlausa alþjóðamáls dr. Zamenhofs, esperanto. Sú staðreynd blasir þó við að um nær tveggja áratuga skeið vann Þórbergur markvisst að kynningu á alþjóðamálinu með kennslu og samningu kennslubóka, blaðagreina og ýtarlegs kynningarrits um málið (Alþjóðamál og málleysur,1933). Hann var einn helsti hvatamaður að stofnun esperantofélags í Reykjavík.

Lesa meira

„Falsaðar og þó eiðsvarnar myndir“

Soffía Auður Birgisdóttir


„Falsaðar og þó eiðsvarnar myndir“


Samanburður á sjálfsmyndum Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness í skáldævisögulegum verkum þeirra

Þórbergur Þórðarson, verkisto kaj esperantisto 1889 - 1974

Baldur Ragnarsson skrifar:

La 4an de aprilo 1950, meztage post tagmangho en la komuna manghsalono de la gimnazio en Akureyri, mi eniris mian chambron por kolekti iujn librojn por la posttagmezaj leci onoj. Tiam eksonis kontrau min por la unua fojo la belsonaj vorto j de lingvo, kiun mi es
tis fervore studinta dum la antaua somero. Ivo Lapenna estis ad iauanta la islandan popolon pere de la Shtata radio. Mi kunchambrano,  pos edanto de la radio-aparato, vokis kontrau min, kie mi staris transformita kvazau la edzino de Lot: "Auskultu, tion nur vi devas kompreni , vi fantaziulo!" Tia estis mia unua sperto pri parolata Esperanto.

Lesa meira

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 20
Gestir þennan mánuð: ... 953
Gestir á þessu ári: ... 46240

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst