Skip to main content

Steinarnir tala - 1

En svo komu önnur kvöld, sem voru öðruvísi. Það var þegar tunglið skein úr austri. Þá stóð kamarþilið í björtum ljóma og út um rúðuna lagði hvítan glampa, eins og einhverjar dularverur hefðu kveikt ljós þar inni. Þá var gaman að líta út í baðstofugluggann eða standa hjá einhverjum úti á stéttinni og horfa á þetta fallega skáldverk, sem alltaf skín fyrir innri augum mínum, þegar ég heyri nefnda Tunglskinssónötu eftir Beethoven.

Steinarnir tala

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...