Skip to main content

Kveðja til Þórbergsseturs og þó sérstaklega til aðstandenda setursins á Hala.

 

skjal 2 copy

Eftirfarandi bréf barst inn á bókmenntahátíð Þórbergsseturs  frá Þresti Óskarssyni safnafræðingi ásamt skemmtilegu handskrifuðu handriti sem ber heitið Spakmæli Sigurðar Jónassonar

Þegar eitt af áhugamálunum eru gamlar bækur og gamalt íslenskt prent þá hittir maður gjarnan einhverja sem hafa svipuð áhugamál eða standa frammi fyrir þeirri kvöð að þurfa að losa sig við blöð og bækur sem síður eru söluvara í seinni tíð. Fyrir nokkrum árum hitti ég gamlan prentara á höfuðborgarsvæðinu sem hefur lagt sig eftir prentverki frá síðustu öld og ýmiskonar sérprentunum eins og tölusettar bækur, áritaðar, prentaðar í takmörkuðu upplagi, á annan pappír með fábrugðinni titilsíðu og svo framvegis. Hjá honum sá ég t.d. þrjár útgáfur af Skaftfellskum þjóðsögum skráðum eftir Guðmundi Jónssyni Hoffell og þá erum við ekki að tala um nýjustu endurprentunina.
Nýlega þegar ég var í heimsókn hjá þessum vini mínum dróg hann upp arkir þær sem hér verða afhentar Þórbergssetri til eignar. Um er að ræða Spakmæli Sigurðar Jónassonar, alls 13 spakmæli handskrifuð af Þórbergi á örk. Sagðist eigandinn vilja koma þeim í mínar hendur og ég réði svo hvað um þetta yrði. Ég spurði hann um sögu handritsins sem hann sagðist þekkja en þvertók fyrir að fylgdi því, þar sem hann vildi ekki koma fram undir nafni en staðfesti að hann hafði fengið það gefið hjá öðrum enn eldri prentara sem þekkti Þórberg persónulega á fyrri hluta síðustu aldar. Hann taldi að Þórbergur hafi nýtt sér þessi spakmæli eða getið þeirra í einhverri af ritum sínum en það hefur ekki verið sannreynt. Ég tel að þessu sé hvergi betur fyrirkomið en á setri Þórbergs á æskuslóðum hans heima á Hala í Suðursveit.

 

Til hamingju með bókmenntahátíðina 2023.     
Kópavogi 1. apríl 2023 
Þröstur Óskarsson

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 118
Gestir þennan mánuð: ... 8655
Gestir á þessu ári: ... 16695