Skip to main content

Fréttir af haustþingi Þórbergsseturs um Fell í Suðursveit

imageMálþing Þórbergssetur sem haldið var í lok október var afar áhugavert. Þar var fjallað um endlok byggðar á höfuðbýlinu Felli í Suðursveit sem stóð undir Fellsfjalli á austanverðum Breiðamerkursandi, landsvæði sem nú tilheyrir Vatnajökulsþjóðgarði. Jafnframt var rætt um framgang og síðar hop Breiðamerkurjökuls , landmótun og hvað það var sem varð ,,Felli að falli", eins og Snævarr Guðmundsson fjallaði um í erindi sínu. Mikill áhugi er nú hjá heimamönnum að gera einnig skil fornri menningar- og búsetusögu innan þjóðgarðsins og vonir standa til að fjármunir fáist í slíkt verkefni á næstu árum. Því miður var mikið um að vera þessa helgi og frekar fáir sóttu málþingið og ekki tókst heldur að fá neinn til að senda viðburðinn út í beinu streymi vegna anna. Umfjöllunin var þó afar gagnleg fyrir þá sem koma að rannsóknarstörfum og uppbyggingu innan þjóðgarðsins, þar sem þarna kom fram mikil þverfagleg þekking á svæðinu þar sem fræðimenn og heimamenn er gerst þekkja til  fjölluðu um sögu, búsetu og staðhætti í samhengi við gríðarlegar breytingar á náttúrufari og landslagi allt frá tímum litlu ísaldar til okkar daga. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs voru mættir og auk þess starfsfólk á vegum hinna ýmsu stofnana sem koma að rannsóknum á svæðinu auk áhugafólks um sögu og fornar minjar til að fræðast um staðinn. Dagskráin var löng og stóð til klukkan 5 síðdegis með góðu matar og kaffihléi. 

Erindi flutt á málþinginu:

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8873
Gestir á þessu ári: ... 16913