Skip to main content

Gaman saman í Þórbergssetri

Bókmenntahátíð auglýsing 1Bókmenntahátíð í Þórbergssetri var vel sótt og einkar skemmtileg samverustund. Hátíðin var í beinni útsendingu og er nú að finna á YOUTube rás Þórbergsseturs.
 
Hér eru nokkrar svipmyndir frá hátíðinni sem Sigrún Sigurgeirsdóttir á Fagurhólsmýri tók og gaf okkur leyfi til að birta.
 
 Bokmenntahatid 1
 Hátíðin að hefjast, ein mynd af salnum! Fín mæting úr Öræfum, við vorum 7 sem búum þar og ef ég tel Alla, Jón í Kotinu og fjölskyldu hans með þá er ég komin með 12 Öræfinga. 
 
Bokmenntahatid 2
Þorbjörg Arnórsdóttir bauð gesti velkomna, bæði nær og fjær. Dagskránni var streymt á netinu og það tók svolitla stund að koma því í gang, en svo tókst það. 
 
bokmenntahatid 3
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur kom færandi hendi, hann gaf Þórbergssetri púða sem foreldrar hans áttu og Margrét eiginkona Þórbergs hafði saumað.
 
Bokmenntahatid 4
Guðmundur Andri sagði á líflegan og skemmtilegan máta frá bernskuminningum sem tengdust Thor föður hans, Þórbergi og Margréti. Inn í það fléttuðust fróðleiksmolar og seinni tíma vangaveltur um skáldin og ólík samfélög. 
 
bokmenntahatid 5
Æskuvinir: Guðmundur Andri Thorsson, Eyjólfur Guðmundsson og Aðalgeir Arason. Það var gaman að heyra tónlistina og sögurnar sem þeim tengdust. 
 
bokmenntahatid 6
Ari faðir Alla og Sigurgeir pabbi minn voru bræður. 
 
Bokmenntahatid 7
Sólveig Pálsdóttir rithöfundur sagði frá æskudvöl sinni í Hraunkoti í Lóni. Minningarnar gaf hún út í bókinni Klettaborgin. 
 
Bokmenntahatid 8
Staðarhaldarar á Þórbergssetri: Fjölnir og Þorbjörg.
 
bokmenntahatid 8
 Ljúffengar veitingar.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 77
Gestir þennan mánuð: ... 4596
Gestir á þessu ári: ... 22620