Skip to main content

FELL í Suðursveit, saga þess í fortíð, nútíð og framtíð ,,.að fletta í albúmum lífsins"

Fell forsíðaHaustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 29. október og hefst klukkan 11:00. Fjallað verður um forna frægð jarðarinnar Fells í Suðursveit, landmótun, jöklabreytingar og lífsstríð ábúenda uns byggð lagðist þar af vegna ágangs jökuls og jökuláa á seinni hluta 19.aldar. Einnig reifaðar hugmyndir að samstarfsverkefni um sjóngervingu menningar- og náttúruarfs með tilliti til nýjustu tækni í formi merkinga innan þjóðgarðsins og e.t.v. sýndarveruleika.
 
Dagskrá
11:00  Málþing sett
11:05  Hvað varð Felli að falli? Landmótun og jöklabreytingar á Breiðamerkursandi á síðustu öldum.  Snævarr Guðmundsson jöklafræðingur
11:35  Horfinn Eden; Fell í skrifum Þórbergs Þórðarsonar; Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
12:05  Hádegisverður
13:00  Mannvist á Felli - skráning búsetuminja; Sigríður Guðny Björgvinsdóttir landfræðingur
13: 35  Lífsstríð og sambýli við jökul og jökulár - Sögur af ábúendum Þorbjörg Arnórsdóttir
14:10  Sögur af Rannveigu á Felli og mannlífi sunnan Steinasands; Fjölnir Torfason
15:00  Endurbygging Fells, - sjóngerving menningar- og náttúruarfs, Þorvarður Árnason náttúrufræðingur
15:30  Kaffihlé
15:55  Ævintýri og líf í Kanada. Kynning á bók um Guðjón R Sigurðsson;  Þórður Sævar Jónsson.
16:30  Lok málþings

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 316
Gestir þennan mánuð: ... 8853
Gestir á þessu ári: ... 16893