Samstarf Skriðuklausturs og Þórbergsseturs - Málþing um menningararfinn á Skriðuklaustri

Á Skriðuklaustri er hefð fyrir að hafa dagskrá á konudaginn sem að þessu sinni var sunnudagurinn 20. febrúar. Þórbergssetri var boðið að kynna þar verkefnið um búsetuminjar í Suðursveit. Vegna covid tókst ekki að mæta á staðinn en tæknin var notuð og erindið flutt i fjarfundi með beinu streymi. Tókst þetta með ágætum þó að væri hálf einmanalegt fyrir fyrirlesara að rýna í skjáinn í stofunni heima á Hala þá tókst að koma efninu vel til skila.
Erindi fluttu Skúli Björn Gunnarsson sem fjallaði um eignir klaustursins á Skriðu og rafrænt fjölluðu Þorbjörg og Fjölnir á Hala um fornar rústir í Suðursveit og uppgötvanir á því sviði síðustu tvö árin. Verkefnið búsetuminjar er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þórbergsseturs og verður framhaldið á næstu árum. Heimasíða verkefnisins er www.busetuminjar.is og þar er komið inn efni um mörg eyðibýli í Suðursveit. Fyrirhugað er að safna þar inn meira efni og fróðleik á næstu mánuðum. Dagskrána frá Skriðuklaustri er hægt að sjá á youtube rás Skriðuklausturs.