Skip to main content

Um áramót

Steinninn á hlaðinuStarfsárið 2021 var viðburðarríkt í Þórbergssetri þó að opnunartími væri styttri yfir árið eða aðeins sjö mánuðir vegna Covid heimsfaraldurs. Í sumar var fjölmenni í Þórbergssetri flesta daga og oft glatt á hjalla. Í stað hefðbundinna viðburða utan ferðamannatímanns var unnið að ýmsum verkefnum sem tengdust skráningu menningarminja. M.a. styrkti Þórbergssetur fræðastörf og söfnun merkra heimilda um sögu héraðsins og tók þátt í samstarfsverkefni um skráningu fornra rústa í Sveitarfélaginu Hornafirði með Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Unnið er að endurnýjun Þórbergsvefsins og safnað inn á hann nýju efni, en einnig var sett í loftið ný vefsíða www. busetuminjar.is. Ósk okkar er að á komandi ári losnum við undan erfiðum aðstæðum sem fylgt hafa heimsfaraldri og hægt verði að taka upp þráðinn á ný hvað varðar ýmsa menningarviðburði og hefðbundna starfsemi.
En ,,steinarnir tala" enn í Suðursveit, og haldið verður áfram veginn.  Þórbergssetur óskar því gestum og velunnurum sínum gleðilegs nýárs og farsældar á komandi ári. Við sendum kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á árinu sem er að líða, þær veglegu gjafir sem borist hafa og þann góða hug sem þeim fylgir. Von okkar stendur til þess að með vorinu megi vænta ,,betri tíðar með blóm í haga" og lífið muni brátt færast í eðlilegt horf um víða veröld. Gleðilegt nýár.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 58
Gestir þennan mánuð: ... 4578
Gestir á þessu ári: ... 22601