Skip to main content

Myndspjöld um eyðibýli í Suðursveit

sýning_1.jpgÞann 29. júlí síðastliðinn var sett upp myndasýning um eyðibýli í Suðursveit í Þórbergssetri. Sýningin er afrakstur samvinnuverkefnis Þórbergsseturs og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar um skráningu og rannsóknir á eyðibýlum og fornum mannvistarleifum.og var flutt frá Menningarmiðstöð Hornafjarðar þar sem hún hafði verið uppi síðan í júni 2021.  Ummerki um horfna byggð frá liðnum öldum má víða greina í landslagi og eru þar ýmsar tegundir jarðlægra minja svo sem tóftir bæjarhúsa sem eru vitnisburður um búsetu og mannlíf frá liðnum öldum. Hönnuður sýningarinnar er Tim Junge grafískur hönnuður og Sigríður Guðný Björgvinsdóttir yfirmaður rannsóknarsviðs Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sá um kort og textagerð. Einnig hefur verið opnuð vefsíða www.busetuminjar.is þar sem frekari fróðleik má finna um verkefnið. Fyrirhugað er að fara um allt sveitarfélagið Hornafjörð og mæla upp og skrá þær minjar sem finnast á yfirborði, en einnig að leita sögunnar sem fylgir hverjum stað eins og kostur er.  Einnig hefur verið opnum síðan fornar tóftir og búsetuminjar á feisbókinni til að vekja áhuga fólks á að tilkynna og birta myndir af minjum sem það þekkir til. Ljóst er að framundan er margra ára vinna við verkefnið en þegar er lokið að mestu að skrá og mæla upp minjar í Suðursveit og vesturhluta Mýra. Ætla má að í sveitarfélaginu sé amk 100 þekkt eyðibýli og svo merki um mannvist  sem sýnir forna búskaparhætti, garðar og hleðslur, fjárborgir og sauðahús, réttir og naust svo eitthvað sé nefnt. Sjá nánar www.busetuminjar.is og Facbook síðu verkefnisins.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 116
Gestir þennan mánuð: ... 8989
Gestir á þessu ári: ... 17029