Skip to main content

Fréttir af sumrinu og opnunartími í vetur

steinar og Þórbergur,,Lífið er alltaf að verða öðruvísi og öðruvísi", segir Þórbergur á einum stað. Það á sannarlega við árið 2020, þegar heimsfaraldur geisar og Íslendingar eins og aðrar þjóðir þurfa að takast á við nýjan veruleika. Þórbergssetur lokaði í fyrsta skipti síðan árið 2006  frá 20. mars til 1. júní. Starfsmenn Þórbergssetur nýttu kraftana í svokallað ,,eyðibýlaverkefni" sem að er skráning á fornum búsetuminjum í landslagi í Suðursveit. Verkefnið er unnið í samvinnu við Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Sigríður Guðný Björgvinsdóttir landfræðingur átti veg og vanda að faglegri vinnu við mælingar og skráningu í samvinnu við Önnu Soffíu Ingólfsdóttur fornleifafræðinema.Margt afar merkilegt og fróðlegt kom í ljós og verður skilað inn nánari skýrslu um verkefnið að lokinni lokaskráningu og uppsetningu. Sækja á um styrk í menningarsjóð Suðurlands til að koma verkefninu í það form að hægt sé að kynna það almenningi á sýningum og í rafrænu formi á netinu. Halda á áfram í vetur og næsta sumar og taka þá fyrir fornar rústir á Mýrum.

Eftir fádæma rólegan júní  fór að lifna yfir gestakomum í Þórbergssetur í júlí  og mjög gaman var að taka á móti fjölda Íslendinga sem ekki höfðu komið áður í Þórbergssetur eða voru að rifja upp fyrri heimsóknir. Í júlí og ágúst komu um 16000 gestir í Þórbergssetur að njóta veitinga eða fara inn á sýninguna.Það er vitanlega mikil fækkun frá fyrri árum og engir hádegishópar lögðu leið sína á staðinn eins og áður. Í lok ágúst varð mjög rólegt á ný og nú er ákveðið að loka í 3 mánuði í vetur frá 1. nóvember til 1. febrúar. Einnig hefur daglegur opnunartími verið styttur og er nú bara opið frá klukkan 12 - 16 alla daga vikunnar.   Æskilegt er að hópar hafi samband með fyrirvara ef þeir hyggja á heimsókn eða veitingar í október.

 

sta2 600

sta3 600

sta4 600

Um helgar eru Íslendingar þó enn á ferð að njóta haustveðursins í ríki Vatnajökuls, og geta má þess að laugardaginn 26. september komu um 100 gestir í Þórbergssetur og sá forstöðumaður um leiðsögn um safnið og móttöku þeirra, en einnig þáðu flestir ýmsar þjóðlegar veitingar svo sem kjötsúpu, vöfflur og randalínur. Einnig komu skólahópar og kennarar frá Grunnskóla Hornafjarðar í heimsókn í september og er það alltaf jafn ánægjulegt að fá heimamenn í heimsókn. 

 

 

sta7 600

sta8 600skjolidFjölnir Torfason, Sigríður Guðný, Snævarr Guðmundsson og Skúli Björn Gunnarsson frá Skriðuklaustri fóru í mikinn leiðangur á góðviðrisdegi upp að Hálsatindi að leita að fornum leiðum Norðlendinga og Fljótsdælinga niður Staðardalinn er þeir sóttu sjóróðra í Suðursveit fyrr á öldum eða til seinni hluta 16. aldar.. Sögur herma að sést hafi götur þar sem þeir fóru með hesta um  aldamótin 1900. Ekki fundust göturnar þannig að óyggjandi væri, en hins vegar nokkuð ljóst að ekki var um marga staði að velja þar sem hægt var að komast með klyfjaða hesta um brattar hlíðar dalsins og upp á jökulinn. Vonandi skilar þessi rannsóknarleiðangur líka merkilegum niðurstöðum sem hægt verður að sýna í rafrænu formi síðar meir er verkefninu lýkur.

 

 

Allar hefðbundnar samkomur svo sem hrossakjötsveisla, bridgehátíð og málþing að hausti falla niður vegna covid veirunnar. Vonandi tekst okkur að taka upp þráðinn á nýju ári.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 6
Gestir þennan mánuð: ... 22
Gestir á þessu ári: ... 104544