Skip to main content

Gestir sem komu færandi hendi í Þórbergssetur

Vigdís Karlsdóttir og dæturÞann 17 ágúst síðastliðinn komu í Þórbergssetur Viktoría Karlsdóttir frá Vestmannaeyjum og dætur hennar þrjár. Voru þær með að gjöf til Þórbergsseturs, kolateikningu af Þórbergi Þórðarsyni gerða af Gísla Halldóri Jónassyni eiginmanni Viktoríu árið 2005.

Gísli var fæddur 13.september 1933 í Reykjavík, ólst hann upp í Hallgeirsey í Austur - Landeyjum en flutti síðan til Vestmannaeyja 23 ára að aldri. Hann lést 30. júlí 2016 og vildu ekkja hans og dætur fá að varðveita myndina í Þórbergssetri. Var þeim boðið  upp á veitingar og smellt af nokkrum myndum í tilefni afhendingarinnar.

Myndin prýðir nú skrifstofuvegg forstöðumanns þar sem Þórbergur vaki yfir öllum okkar gjörðum og horfir góðlátlega yfir sviðið.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 210
Gestir þennan mánuð: ... 5323
Gestir á þessu ári: ... 23346