Skip to main content

Vel heppnað málþing í Þórbergssetri

Skúli Gunnarsson forstöðumaður SkriðuklaustriMálþing Þórbergsseturs sem haldið var 23. nóvember 2019 var ágætlega sótt af heimamönnum.

Erindin voru öll mjög fróðleg og tengdust rannsóknum og skráningum á merkum sögum, og minjum alveg frá því um aldamótin 1500, þegar Fljótsdælingar sóttu sjóróðra í Suðursveit og ferðuðust yfir Vatnajökul. Skriðuklaustur átti þá 60 hundruð í Borgarhöfn samkvæmt kaupsamningi sem fannst í skjölum klaustursins. Ljóst er að leiðin yfir jökul var mun styttri á þessum árum en síðar varð þegar Brúarjökull gekk fram yfir stórt gróið  landsvæði í óbyggðum inn af Fljótsdal með kólnandi tíðarfari

Í erindi Snævarrs kom vel fram hversu breytilegt landslag hefur verið á Breiðamerkursandi síðustu tvær aldir en hann er búin að rekja sig eftir mælingum og vörðum frá síðustu öld,  sem tókst að finna bæði austan og vestan Jökulsár. Einnig vekur furðu hversu breytilegur árfarvegur Jökulsár hefur verið á síðustu tveimur árhundruðum. 

 Erindi Sigríðar fjallaði um minjaskráningu á Breiðabólsstaðarbæjum. Gamalt túnakort fannst af ræktuðu landi í kringum bæina og þar eru staðsett mörg örnefni sem fram koma í bókum Þórbergs og því hægt að lesa saman texta hans ogkortið sem nú hefur verið teiknaðupp í tölvutækt form.

Er þarna sannarlega verið að bjarga þekkingu frá glötun og gefa textum Þórbergs  nýtt líf með því að staðsetja sögurnar inn í raunverulegt umhverfi.

 Þórbergssetur hefur stutt við öll þessi verkefni á einn eða annan hátt og þakkar fyrirlesurum kærlega fyrir samstarf og  afar góða úrvinnslu gagna, þannig að mjög aðgengilegt er að lesa sig í gegnum þessa gömlu þekkingu, sem nú eru öll í tölvutæku formi.  

Sjá fleiri myndir

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 234
Gestir þennan mánuð: ... 8771
Gestir á þessu ári: ... 16811