Skip to main content

Ráðherra heimsækir Þórbergssetur

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra ferðaðist um Austurland og Skaftafellsssýslur þann 7. - 10. júlí síðast liðinn. Hún kom við í Þórbergsssetri og þar var undirritaður nýr samstarfssamingur milli ráðuneytisins og Þórbergsseturs,  sem felur í sér áframhaldandi stuðning við það menningarsamstarf sem þar fer fram. Einstaklega ánægjulegt var að fá ráðherra í heimsókn og gaf hún sér góðan tíma til að skoða safnið og ræða m.a. um stöðu íslenskunnar í fjölmenningarsamfélagi nútímans.Þrír stjórnarmenn Þórbergsseturs og nokkrir gestir mættu á staðinn til fundar við ráðherra.

 Lilja hrósaði mjög uppsetningu og aðstöðu á safninu og taldi það standast fyllilega samanburð  við ýmis innlend og erlend söfn hvað framsetningu varðar. Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður taldi að tilgangurinn með starfseminni í Þórbergssetri væri skýrari með hverju árinu sem líður, Minntist hún á mikilvægi þess að miðla með nútímatækni þeim menningararfi sem við eigum tengdan bókmenntum og sagnahefð og  tengja þannig fortíðina inn í tækniveröld nútímans. Að fá  viðurkenningu á starfsemi þessara stofnana til menningarstarfs á landsbyggðinni með samning við ráðuneyti menningarmála eykur einnig mjög sjálfstraust og tryggir samfellu í starfi, en styrkir um leið sjálfsmynd íbúanna við að miðla sögu og viðhalda staðbundinni þekkingu á umhverfi og náttúrufari hvers héraðs. 

Hér má sjá samninginn

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8873
Gestir á þessu ári: ... 16913