Skip to main content

Fjölmennasta bridgehátíð frá upphafi

hrossakjothrossakjot 2Það var fjölmenni á bridgehátíð og í  hrossakjötsveislu í Þórbergssetri síðustu helgina í mars. Alls spiluðu 64 spilamenn og konur víðs vegar af að landinu linnulaust frá föstudagskvöldi til sunnudagssíðdegis. Efnt var til tvímenningskeppni undir dyggri stjórn Þórðar Ingólfssonar og var mjög tvísýnt um úrslit lengi vel. Alls voru spilaðar 21 umferðir eða alls 84 spil á 16 borðum.

Sigurvegarar voru Þórður Sigurðsson og  Gísli Þórarinsson frá Selfossi sem mættu  í fyrsta skipti í Þórbergssetur. Í öðru sæti voru Stefán Garðarsson og Guðlaugur Bessason og þriðja sæti Ómar Óskarsson og Bernódus Kristinsson.

Smellið á myndirnar til að sjá þær betur.

vinnigshafarMikið var etið og drukkið og hrossakjetið bragðaðist vel að vanda. Lesin var frásögn Torfa Steinþórssonar frá Hala sem rituð var í Eystrahorn árið 1982, en þar var sagt frá fyrstu vinningsbridgehátíð Suðursveitunga í keppni við Hafnarmenn 1981 og í kjölfarið  fyrstu hrossakjötsveislunni sem var sigurhátíð,-  haldin í Hrollaugsstöðum 1982 ári síðar. Það kom síðan í hlut Þórbergsseturs að endurvekja þessa hátíð þó að hún sé með öðrum hætti nú, og fólk kemur alls staðar af á landinu til að gleðjast saman yfir spilum eina helgi.

Þess má geta að þátttaka á þessu móti reiknast til silfurstiga hjá Bridgesambandi Íslands.

Úrslit mótsins má sjá hér.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8873
Gestir á þessu ári: ... 16913