Skip to main content

Lesið í landið - Vinnustofa og málþing í Suðursveit 1. mars

kambstun smallLesið í landið heitir vinnustofa á vettvangi sem fer fram föstudaginn 1. mars kl. 13 í Suðursveit þar sem verbúðir voru á 16. öld í Kambstúni vestan við Hestgerðiskamb. Vinnustofunni stýrir Þuríður E. Harðardóttir, minjavörður Austurlands. Meðal þess sem kennt verður í vinnustofunni er hvernig hægt er að nýta snjallsíma til að skrásetja menningarminjar.

Eftir að vinnustofunni lýkur verður haldið lítið málþing í Þórbergssetri á Hala kl. 15. Þar mun Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, segja frá CINE-verkefninu sem nýtur styrks úr Norðurslóðaáætlun ESB og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur mun fjalla um fornar ferðaleiðir milli Héraðs og Suðursveitar, en Skriðuklaustur átti til forna útræði við Hálsahöfn.

Vinnustofan og málþingið eru hluti af CINE-verkefninu sem snýst um að skrá og miðla menningararfi með nýjustu tækni og margmiðlun. Gunnarsstofnun og Locatify eru íslenskir aðilar að verkefninu en með aukaaðild eru: Minjastofnun Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður, Óbyggðasetrið og Fljótsdalshreppur. Samstarfsaðilar vegna þessara viðburða í Suðursveit eru Menningarmiðstöð Hornafjarðar og Þórbergssetur.

Nánari upplýsingar veita Þuríður E. Harðardóttir í síma 864-1451 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Skúli Björn Gunnarsson í síma 860-2985 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Meðfylgjandi ljósmynd er af Kambstúni þar sem verbúðir stóðu fyrir 500 árum. Ljósm. SBG.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 316
Gestir þennan mánuð: ... 8853
Gestir á þessu ári: ... 16893