Miðlun menningararfs á tímum fjölmenningar

Þanstrand smalln 13. febrúar fengum við góða heimsókn í Þórbergssetur og á Hala. Það var Gísli Sigurðsson frá Árnastofnun með 13 manna hóp svokallað Erasmus  alþjóðlegt verkefni í menningarfræðum og ferðaþjónustu.  Í verkefninu er blanda háskólafólks í menningarfræðum og þeirra sem koma að skipulagi vinsælla ferðamannastaða á borð við Edinborg, Amalfi-ströndina á Ítalíu og Santiago de Compostella. Þáttakendur voru frá Kanada, Rúmeníu , Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Hollandi og Skotlandi.  Á öllum þessum stöðum er mikið unnið með menningararfinn og  umræðan snýst um að rýna í það og setja í evrópskt samhengi, með tilliti  til þeirra breyttu fjölmenningartíma sem við lifum á - þegar íbúar á hverjum stað eru ekki lengur sjálfsagðir handhafar arfsins sem staðnum tengist. Spyrja má hér á Hala hvernig tengja nýbúar sig t.d. við Þórberg, náttúruna og söguna, nú eða erlendir ferðamenn sem eru nú í miklum meiri hluta þeirra gesta er koma á staðinn ?

Soffía Auður Birgisdóttir frá Háskólasetrinu á Hornafirði var með erindi um Þórberg og verk hans og Þorvarður Árnason var með erindi um uppbyggingu ferðaþjónustu hér á svæðinu. Í erindi hans komu fram mjög merkilegar tölulegar staðreyndir m.a. að um 19;7 % fólks sem hefur heimilisfang í Hornafirði eru erlendir ríkisborgara,  sem flestir starfa við ferðaþjónustu og fiskvinnslu.

Eftir heimsóknina má segja að við skynjum betur sérstöðu Þórbergsseturs hvað varðar menningarstarf og menningarmiðlun til erlendra gesta og hvað við erum þó íslensk hér í bland við nýja tíma. Með starfi strand2 smallokkar í Þórbergssetri hefur verið  meginmarkmið að lifa ekki  í fortíðinni, miklu frekar að tengja hana inn í þann veruleika sem nútíminn er. Reynt hefur verið að nýta nútímatækni til menningarmiðlunar og um leið að gleyma ekki eigin uppruna. Bókmenntir eru okkar merkasti menningararfur og þegar tekið er á móti ferðamönnum í Þórbergssetri  er farið allt aftur til gullalda samnorrænna bókmennta sem skrifaðar voru og hafa varðveist hér á Íslandi í gömlum skinnhandritum. Það er verðugt verkefni ásamt því að gera grein fyrir lífsbaráttu fólksins við erfiðar afstæður og í sambýli við óvægin náttúruöfl.

Í lokin var gestum boðið inn á sýninguna og þar var ,,gott strand" með tilheyrandi guðaveigum í boði. 

Þórbergssetur þakkar Gísla Sigurðssyni og Háskólasetrinu á Hornafirði fyrir  ánægjulegt samstarf og heimsóknina í Þórbergssetur þennan dag.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 124
Gestir þennan mánuð: ... 7295
Gestir á þessu ári: ... 18036

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst