Skip to main content

Saga Þórbergs: Þroskasaga einstaklings og samfélags

Margt bendir til þess að um þessar mundir séum við að upplifa blómaskeið í íslenskri ævisagnaritun sem einkennist af ýmis konar tilraunum með ævisagnaformið sjálft. Slíkar formtilraunir hafa lengi tíðkast í sjálfsævisögum en að mínu viti hefur hið sama ekki verið uppi á teningnum innan ævisagnaritunar fyrr en undanfarin ár, með örfáum undantekningum. Það er alkunna að ævisagan hefur lengi verið ein allra vinsælasta tegund bókmennta á Íslandi, sú tegund bókmennta sem á sér stærstan lesandahóp og flestir hafa einhverja skoðun á. Lengi vel höfðu fræðimenn hins vegar lítinn áhuga á ævisögum sem rannsóknarefni (alla vega í bókmenntafræðum þar sem lengst af var litið á ævisöguna sem óæðri bókmenntategund) þó margir þeirra hafi að sjálfsögðu verið dyggir lesendur ævisagna eins og aðrir. Þetta hefur þó breyst mikið á undanförnum árum, jafnt á Íslandi sem erlendis, og í raun er hægt að tala um sprengingu á sviði æviskrifarannsókna undanfarna tvo áratugi, en tugir bóka koma nú orðið út á þessu rannsóknarsviði á hverju ári beggja vegna Atlandsála.

Lesa alla greinina (pdf)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 118
Gestir þennan mánuð: ... 5668
Gestir á þessu ári: ... 23691