Haustþing Þórbergsseturs 2018

bokaveggur 800 Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 27. október næstkomandi og hefst kl 11:00 fyrir hádegi.  Að þessu sinni fjallar þingið um nýjar rannsóknir á verkum Þórbergs Þórðarsonar. Fjallað verður m.a. um alþjóðleg áhrif á verk Þórbergs Þórðarsonar í gegnum esperantó, guðspeki og austurlensk fræði. Allir fyrirlesarar á málþinginu hafa unnið að rannsóknum á verkum meistara Þórbergs að undanförnu. Það má segja að núna á "næstu öld" eru fræðimenn á hinum ýmsum sviðum að skilja og skilgreina verk Þórbergs út frá menntun og alþjóðlegri þekkingu hans, þar sem hann lötraði sannarlega ekki um troðnar slóðir þeirrar aldar er hann ól aldur sinn á.

Í lok dagskrár verður farið inn á sýningar Þórbergsseturs og rabbað og skoðað, en unnið hefur verið að ýmsum endurbótum á safninu þetta sumarið.

"Hér lötra allir troðnar slóðir. Hér leggur enginn nýja vegi"

Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 27. október og hefst kl 11:00


Dagskrá:

  • 11:00 Málþingið sett
  • 11:20 ,,Hvað hafði Mahatma Thorbergananda Thordarcharaka á móti skáldskap?: Skyggnst inn í leyndardóma iðraholsins. "
   Benedikt Hjartarson prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands
  • 11: 50 Umræður
  • 12:10 Hádegishlé
  • 13:30 Frumsamin Esperantoverk Þórbergs og þýðingar. Kristján Eiríksson esperantisti með meiru
  • 14:00 Umræður
  • 14:10 ,,Hvílík eilífð er ævi steinsins"; dulspeki í verki Þórbergs Þórðarsonar, - Steinarnir tala - Stefán Ágústsson mastersnemi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands
  • 14:40 Af litlu viti og smáskorinni þekkingu, um mál- og táknfræðinginn Þórberg Þórðarson
  • Bergljót Soffía Kristjánsdóttir prófessor við Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands
  • 15:20 Umræður
  • 15:30 Kaffihlé
  • 16:00 Dagskrá heimamanna; ,,Viðtal við Lilluheggu: ,,Tebollastellið frá Kína og fleiri sögur" Upptaka Jóns Egils Bergþórssonar frá því í júlí 2018. Heimsókn á safnið undir leiðsögn heimamanna, sagt frá ýmsum nýjungum, sögustund í gömlu baðstofunni á Hala við birtuna frá olíulampanum og bjóð í þjóðsögustofunni.
  • 19:00 Kvöldstund í Þórbergssetri; kvöldmatur og rabb

Allir velkomnir, hægt er að fá ódýra gistingu á Hala

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 124
Gestir þennan mánuð: ... 7295
Gestir á þessu ári: ... 18036

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst