Skip to main content

Gjöf frá Skaftfellingafélaginu

skaÞórbergssetri hefur borist enn ein gjöfin. Að þessu sinni frá Skaftfellingafélaginu í Reykjavík en á sextugssafmæli Þórbergs, þann 12. mars 1959 var hann gerður að heiðursfélaga og gjöfin er skjal sem staðfestir það.

Skjalið hefur alla tíð prýtt salakynni Skaftfellingafélagsins á Laugaveginum í Reykjavík en núverandi formaður félagsins, Skúli Oddsson, lagði til að Þórbergssetur varðveitti skjalið og því hefur verið fundin staður við útganginn af sýningunni, þar sem gengið er út úr íbúðinni að Hringbraut 45. 

Anna Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Hjaltasonar frá Hólum og  Aðalheiðar Geirsdóttur frá Reyðará afhenti skjalið í Þórbergssetri  nú á dögunum. Við færum henni  kærar þakkir fyrir komuna og alúðarþakkir til Skaftfellingafélagsins í Reykjavík fyrir góðan hug til stofnunarinnar.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 89
Gestir þennan mánuð: ... 8962
Gestir á þessu ári: ... 17002