Skip to main content

Frásögn Steinþórs Þórðarsonar

nunuÁ dagskrá Ríkisútvarpsins veturinn 1969 - 70 voru þættir í umsjón Stefáns Jónssonar sem hétu Óskráð saga. Þar flutti Steinþór Þórðarson frá Hala í Suðursveit minningar sínar. Að frumkvæði Þórbergsseturs og með góðfúslegu leyfi Ríkisútvarpsins hefur þessi frásögn nú verið gefin út á hljóðbók sem er einkar ánægjulegt því frásögn Steinþórs er ekki bara ómetanleg heimild um samtíma hans, heldur jafnframt til vitnis um frásagnargáfu hans og þá hefð sem hún sprettur af.

Hljóðbókin er til sölu í Þórbergssetri og kostar 3900 kr. 

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 336
Gestir þennan mánuð: ... 8873
Gestir á þessu ári: ... 16913