Ofvitinn tekinn til sýninga

JonhjartarJón Hjartarson leikari í heimsókn

Jón Hjartarson sem lék Þórberg hinn eldri í leikgerð Ofvitans heimsótti okkur á dögunum. Árið 1979 var frumsýnd í Iðnó leikgerð Kjartans Ragnarssonar á Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson. Kjartan leikstýrði verkinu og aðalhlutverkin voru í höndum Emils Guðmundssonar, sem lék Þórberg ungan, og Jóns Hjartarsonar sem lék Þórberg eldri. Leikmynd og búninga annaðist Steinþór Sigurðsson, Ingvi Hjörleifsson og Daníel Williamsson sáu um lýsingu. Tónlistina í verkinu annaðist Atli Heimir Sveinsson.

Verkið naut fádæma vinsælda, það gekk fyrir fullu húsi samfleytt í þrjú leikár og urðu sýningarnar samtals 194. Áður en sýningum lauk réðst Ríkisútvarpið í það vandasama verkefni að festa leikritið á filmu og afraksturinn var sýndur í sjónvarpi allra landsmanna á Páskadag árið 1983. Baldur Már Arngrímsson sá um hljóðupptöku, Ómar Magnússon og Egill Aðalsteinsson önnuðust myndatöku en Þóra Friðfinnsdóttir stjórnaði upptökum.

Við starfsfólk Þórbergsseturs erum ánægð með að nú hafa valdir kaflar úr þessu verki verið teknir til sýninga hér á safninu í Þórbergssetri með enskum texta Gunnars Þorsteinssonar sem gaf safninu vinnu sína við verkið og fyrir þá höfðinglegu gjöf erum við afar þakklát. Jafnframt viljum við koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra sem komu að verkinu á sínum tíma og gáfu góðfúslegt leyfi fyrir þessum sýningum, án þess hefði verkefnið siglt í strand en Jón Egill Bergþórsson starfsmaður Þórbergsseturs á allan heiðurinn af því hversu vel tókst til. Það var því sérstaklega ánægjulegt að taka á móti Jóni Hjartarsyni leikara og sýna honum afraksturinn eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.

 

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 118
Gestir þennan mánuð: ... 7289
Gestir á þessu ári: ... 18030

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst