Skip to main content

Ólafsmessutónleikar

tónleikarHinir árlegu Ólafsmessutónleikar verða  í Kálfafellsstaðarkirkju sunnudagskvöldið 29. júlí næstkomandi.  

Ólafur helgi Noregskonungur féll í bardaga á Stiklastöðum í Noregi 29. júlí 1030 og er  Ólafsmessa á sumri helguð þessum atburði. Samverustundin er helguð gömlum sögnum tengdum Ólafi en hann var verndardýrlingur kirkjunnar á Kálfafellsstað. Að lokinni helgistund verður rifjuð upp gömul þjóðsaga um völvuna á Kálfafellsstað sem var systir Ólafs helga og lesin saga um líkneski af honum sem gefið var til kirkjunnar upp úr aldamótunum 1700 til að  hnekkja álögum völvunnar á staðnum.  Líkneski þetta er varðveitt í Þjóðminjasafninu.

Lesin er frásaga Kristjáns Eldjárns af líkneskinu, að lestri loknum hefjast tónleikarnir og standa í um klukkustund. Á eftir er farið í heimsókn að Völvuleiðinu við Hellakletta og Fjölnir Torfason á Hala segir frá gömlum sögum er tengjast staðnum. Einnig sýnir hann áþreifanlega muni frá Kálfafellsstað sem varðveist hafa og sanna mátt völvunnar og áhrif hennar á lífið í Suðursveit allt fram á okkar daga.

 

Dagskráin er eftirfarandi:

  • Helgistund: Séra Gunnar Stígur Reynisson
  • Upplestur: Völvan á Kálfafellsstað; Þorbjörg Arnórsdóttir
  • Tónleikar: Svavar Knútur tónlistarmaður
  • Gönguferð að Völvuleiði: Fjölnir Torfason segir frá

Allir velkomnir

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 118
Gestir þennan mánuð: ... 8655
Gestir á þessu ári: ... 16695