Skip to main content

Halamótið 2018

halamot2018Metþátttaka var á bridgemóti og í hrossakjötsveislu á Hala helgina 14 - 15 apríl síðastliðinn. Alls spiluðu 58 bridgespilarar víðs vegar af á landinu linnulaust frá því laust eftir hádegi á laugardag til kl 14:30 á sunnudag. Um 80 manns gæddu sér á söltuðu hrossakjöti með öllu tilheyrandi og var það jafnframt fjölmennasta hrossakjötsveisla frá upphafi, en þetta var í 12 skipti sem þessi hátíð er haldin í Þórbergssetri. Ánægjulegt er  hve margir koma ár eftir ár að skemmta sér yfir spilunum og gæða sér á hrossakjetinu, sem var feitt og mjúkt undir tönn að þessu sinni.
 
Jón Halldór Guðmundsson og Einar Hólm Guðmundsson báru sigur úr bítum, en þeir voru að keppa í fyrsta skipti á Hala. Stefán Garðarsson og Guðlaugur Bessason voru í öðru sæti og Sigurður Ólafsson og Jón Sigtryggsson í þriðja sæti.
 
halamot20181
Sérstök bjartsýnisverðlaun eða ,, bjartasta vonin" hlutu þær Þorbjörg Halldórsdóttir og Marie-Louise Johannsson en þær byrjuðu að æfa sig að spila bridge á þessu ári og endurvöktu bridgespilamennsku að Hrollaugsstöðum í Suðursveit einu sinni í viku í vetur. Mótið er haldið í minningu  Torfa Steinþórssonar á Hala sem var mikill áhugamaður um bridge og  hélt uppi spilamennsku í Suðursveit í áraraðir.
 
Úrslit mótsins má finna hér:  Halamótið 2018

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 69
Gestir þennan mánuð: ... 4717
Gestir á þessu ári: ... 22741