Halamótið 2018

Jón Halldór Guðmundsson og Einar Hólm Guðmundsson báru sigur úr bítum, en þeir voru að keppa í fyrsta skipti á Hala. Stefán Garðarsson og Guðlaugur Bessason voru í öðru sæti og Sigurður Ólafsson og Jón Sigtryggsson í þriðja sæti.

Sérstök bjartsýnisverðlaun eða ,, bjartasta vonin" hlutu þær Þorbjörg Halldórsdóttir og Marie-Louise Johannsson en þær byrjuðu að æfa sig að spila bridge á þessu ári og endurvöktu bridgespilamennsku að Hrollaugsstöðum í Suðursveit einu sinni í viku í vetur. Mótið er haldið í minningu Torfa Steinþórssonar á Hala sem var mikill áhugamaður um bridge og hélt uppi spilamennsku í Suðursveit í áraraðir.
Úrslit mótsins má finna hér: Halamótið 2018