Skip to main content

Að lokinni Bókmenntahátíð

 honnudurFjöldi fólks sótti bókmenntahátíð í Þórbergssetri í tilefni af 130 ára afmæli Þórbergs Þórðarsonur. Segja má að undur og stórmerki hafi gerst þegar stór steinn tyllti sér upp á miðlínu vegar austan Hala snemma morguns  þennan  sama dag og vakti mikla athygli. Nær öll dagskráin fjallaði um bók Þórbergs, Steinarnir tala, svo og túlkun fræðimanna nútímans á umfjöllun Þórbergs um lifandi náttúru og talandi steina. Öll dagskráin fékk því aðra og mjög svo magnaða merkingu eftir að þessi steinn losaði sig frá þrældómi fjallsins með svo eftirtektarverðum hætti og gerðist sjálfstæður einstaklingur. Flytja á steininn í hlað á Þórbergssetri og hver veit nema hann eigi eftir að tala tungum, þó síðar verði.

http://www.ruv.is/frett/steinarnir-tala-vid-upphaf-bokmenntahatidar

Birtar verða upptökur úr dagskránni síðar á Þórbergsvefnum.  

DSCF0760 2222Á hátíðinni var settur  upp minningarskjöldur um Jón Þórisson, hönnuð sýningar og byggingar Þórbergsseturs,  en hann lést í janúarmánuð 2016. Ragnheiður Steindórsdóttir eiginkona Jóns heiðraði okkur með nærveru sinni og las upp úr verkum Þórbergs, svo mikil unun var á að hlýða. Enn einu sinnu fengum við að njóta skemmtunar og listfengi Þórbergs undir lestri Ragnheiðar. Þessi stund gleymist aldrei og var enn ein sönnun þess að Þórbergur á aldrei meira erindi en nú til íslensku þjóðarinnar, þegar framundan er þjóðarátak í verndun íslenskrar tungu.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...