Skip to main content

Þórbergur birtist í tæknivæddri veröld nútímans.

Þetta árið hefur verið unnið að því að gera sýningar Þórbergsseturs aðgengilegri fyrir erlenda ferðamenn. Gefið hefur verið út App með textum af sýningum í Þórbergssetri á níu tungumálum og   fæst það ókeypis í báðum app verslununum:

Hægt er að hlaða textunum niður í síma ókeypis. Einnig er þarna viðbótarefni m.a. upplestur Þórbergs sjálfs á upphafskafla bókarinnar Steinarnir tala um brúðkaupsveisluna miklu á Breiðabólsstað og söngur og frásagnir Steinþórs Þórðarsonar  á Hala. Vonandi hafa þeir sem koma á sýningarnar í Þórbergssetri ánægju af að hlusta á frekari fróðleik og sögur frá liðinni tíð.

Einnig hefur verið gefin út 15 mín. kynningarmynd um Þórbergssetur og umhverfi þess. Það er frægur bandarískur ljósmyndari sem hefur gert myndina Michael Kienitz. Hann dvelst langdvölum í Suðursveit við myndatökur og hefur aðsetur sitt ýmist á Sléttaleiti eða á Halabæjunum. Myndin er hugsuð sem kynning á Þórbergi og Þórbergssetri fyrir erlenda ferðamenn.

Smellið hér til að horfa á myndina.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5550
Gestir á þessu ári: ... 23573