Skip to main content

Merkileg ráðstefna á Höfn í Hornafirði.

joklar1Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu, merkileg ráðstefna verður haldin í Nýheimum á Höfn í Hornafirði 28 - 30 apríl næstkomandi á vegum Háskólasetursins á Hornafirði. Um er að ræða þverfaglega nálgun efnis sem má ef til vill tengja hugtökum eins og jarðfagurfræði eða lífrænni heildarhyggju þar sem ofið er saman þeirri lífsskoðun að allt í náttúrunni sé lifandi og tilvera mannsins sé í órjúfanlegu áhrifasambandi við undur og fegurð náttúrunnar. Afsprengi sterkrar náttúruupplifunar er listsköpun sem birtist í skáldskap, myndlist og fræðiritum og nú á síðustu tímum í ferðamennsku, svo vitnað sé í doktorsritgerð dr. Soffíu Auðar Birgisdóttur frá árinu 2016. Skynjun og listræn sýn á náttúruna getur því verið skapandi afl í mismunandi listsköpun og því er eðlilegt að Skaftfellingar leiti til þess bakgrunns sem jöklar eru sem mótandi afl í upphafningu ímyndunarafls. Efni ráðstefnunnar er tengt tjáningu og lífsýn þeirra er njóta sambúðar við jökla og verða fyrir skynhrifum frá  síbreytilegu og stórbrotnu jöklalandslagi. Efni ráðstefnunnar er því fjölbreytt og þverfaglegt og tengist mörguð sviðum listsköpunar og fræðigreina auk ferðalags um jöklaveröld.

Dagskrána má sjá hér.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 118
Gestir þennan mánuð: ... 8655
Gestir á þessu ári: ... 16695