Skip to main content

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 2017

bh 01Bókmenntahátíð í Þórbergssetri var vel sótt, alls voru um 60 manns sem komu í Þórbergssetur þennan dag og hlýddu á dagskrá. Þorleifur Hauksson og dóttir hans Álfdís Þorleifsdóttir fluttu áhugaverð erindi um verk Þórbergs, Ofvitann og Íslenskan aðal,  Viðfjarðarskottu og Sálminn um blómið . Enn sannast það hversu verk Þórbergs geta endalaust kallað á nýjar nálganir og vel kom fram hversu mikla sérstöðu Þórbergur hafði sem rithöfundur á 20 öldinni með yfirburðar færni í stíl og einstaka þekkingu á íslensku máli. Hjörleifur Guttormsson sýndi skemmtilegar myndir tengdar Kvískerjum og  Kvískerjasystkinum og rifjaði upp heimsóknir að Kvískerjum og samveru með  þeim bræðrum,- sérstaklega Hálfdáni Arasyni. Mjög skemmtilegt var svo að hlýða á þær systur Jónínu og Sigrúnu Sigurgeirsdætur frá Fagurhólsmýri flytja ljóð ömmu þeirra í söng og með upplestri úr bókinni Brotagull sem geymir sögu hennar og ljóð.

Hljómsveitin Guggurnar hélt svo uppi fjörinu yfir kaffinu og fluttu meðal annars þekkt Þórbergslög, - Skólavörðuholtið og Seljatjarnarnesið. Það hljómað aldeilis skemmtilega ,, Manga gefur kaffið"  á meðan gestir gæddu sér á veitingum í boði Þórbergsseturs.

 

 

 

bh 02 bh 03
bh 04 bh 05
bh 06 bh 07
bh 08 bh 09
bh 10 bh 11

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 336
Gestir þennan mánuð: ... 8873
Gestir á þessu ári: ... 16913