Skip to main content

Bókmenntahátíð Þórbergsseturs 2017

Bókmenntahátíð Þórbergsseturs verður sunnudaginn 19. mars í Þórbergssetri og hefst kl 14:00.

Gestir hátíðarinnar eru:

  • Þorleifur Hauksson og dóttir hans Álfdís Þorleifsdóttur. Þau eru Skaftfellingar, afkomendur Þorleifs Jónssonar alþingismanns í Hólum í Hornafirði og Sigurborgar Sigurðardóttur konu hans. Þau ætla að fjalla um verk Þórbergs, Íslenskan aðal, Ofvitann, Sálminn um blómið og Viðfjarðarundrin.
  • Einnig kemur Hjörleifur Guttormsson og ætlar gera grein fyrir fræða- og ritstörfum bræðranna Flosa, Hálfdáns og Sigurðar á Kvískerjum og sýna myndir frá Kvískerjum.
  • Sigrún Sigurgeirsdóttir og Jónína Sigurgeirsdóttir kynna Brotagull,  ljóðakver ömmu þeirra, Helgu Sigurðardóttur frá Hofsnesi, sem þær sáu um að gefa út.

Nánari dagskrá verður gefin út síðar.

Tilvalið að taka daginn frá, renna í Suðursveitina og hlýða á metnaðarfulla og merkilega dagskrá, sem byggir á skaftfellskum grunni.

Kaffiveitingar í lok dagskrár. Allir velkomnir

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8873
Gestir á þessu ári: ... 16913