Skip to main content

Höfðingleg gjöf

Á síðast liðnum vetri hringdi Ragnar Imsland þúsundþjalasmiður á Höfn í Hornafirði í forstöðumann Þórbergsseturs og kvaðst vera með svolítinn hlut sem hann langaði til að færa setrinu að gjöf. Þetta var þá ræðupúlt, smíðað af honum sjálfum, mikil listasmíð,  þar sem hann notaði stafagerð Þórbergs til að skrifa og skera út svo fallega nafn setursins á framhlið. Að baki liggja án efa ótal vinnustundir og er gripurinn hannaður af listamanninum þar sem hann nýtir greinilega  smekkvísi og hæfileika sína í þetta einstaka listaverk. Aðstandendur Þórbergssetur þakka af alhug þessa höfðinglegu gjöf og þann góða hug sem liggur að baki. Gefendur eru  hjónin Ragnar Imsland og Júlía Imsland, ræðupúltið kom í góðar þarfir og er nú skartað með því á öllum samkomum Þórbergsseturs

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 164
Gestir þennan mánuð: ... 8701
Gestir á þessu ári: ... 16741