Skip to main content

Á meðan straumarnir sungu

http://www.pressan.is/Assets/bls4_adrirstraumar.jpgÁ meðan straumarnir sungu eftir Sváfni Sveinbjarnarson
Á meðan straumarnir sungu er endurminningabók séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar frá fyrri hluta ævi hans. Höfundur sem er fæddur 1928 segir hér frá Fljótshlíð bernskuáranna og síðar námsárum við MA og syðra. En meginhluti bókarinnar fjallar um Öræfi, Suðursveit og Mýrar þar sem Sváfnir þjónaði sem prestur frá 1952 til 1963.
Þegar fjölskyldan settist að á Kálfafellsstað voru þjóðhættir þar um margt með afar fornu sniði. Samgöngur enn eins verið höfðu um aldir enda jökulföllin eystra óbrúuð. Hinn ungi prestur var jafnframt bóndi og sjómaður frá hafnlausri strönd.
Höfundur lýsir því þegar honum er falið að vera kollubandsmaður á Vagninum, árabát sem skipaður er bændum úr Borgarhöfn og Miðþorpi. Lifandi lýsing á sjósókn Suðursveitunga eru í senn skemmtileg aflestrar og mikilvæg heimild um síðustu ár sjósóknar á þessum slóðum.
Sama á við um þá sögulegu þjóðlífsmynd sem hér dregin upp af afskekktum sveitum þar sem samheldni og menningarlíf er í blóma. Einstök stílgáfa og kímni gera bókina alla að listaverki.
Á meðan straumarnir sungu er ekki sjálfsævisaga í venjulegum skilningi þess orðs enda gerir sunnlensk frásagnarhefð höfundi ókleift að hefja upp eigin afrek og ævistarf. Þess í stað er hér á ferðinni merk heimild um sunnlenska sveitamenningu sem lýst er af nærfærni og ást á viðfangsefninu.
Á meðan straumarnir sungu er harðspjalda bók, 346 síður í stóru broti. ISBN 978-9935-465-54-2. Leiðbeinandi verð kr. 6.990,-

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 4520
Gestir á þessu ári: ... 22543