Skip to main content

Þórbergur Halaður upp suður úr sveit

Ég hef hengt jakkann

 Ég hef hengt jakkann minn

í jesú fatahengið

idem heimslystar hálsklútinn

og í herrans sal inngengið

            hallelú og sei sei já

            englar undir og ofaná

            míns drottins mengið

 

sett frá mér syndaskó

svo ég hlaupa nái

um herrans sælu mýri og mó

og miskunn dýra sjái

            hallelú og sei sei já

            svei því en ég þenki að þá

            þó nokkur afföll fái

 

iðka svo fatafæð

í frelsisengladansi

lyftir mér í himinhæð

hjálpræðisins bransi

            hallelú og sei sei já

            það er ekki af og frá

            að ég krýnist kransi

 

í náðarfaðm næ ég þá

hvar næðir ei né gnauðar

holslystin fúl og flá

míns frelsandi sauðar

            hallelú og sei sei já

            syndir burt mér flognar frá

            þær síður allar auðar

 

nú eru næstum jól

en náðartíð upp runnin

flaska af kókakól

kætir þurran munninn

            hallelú og sei sei já

            sízt er mér nein eftirsjá

            en byrgja þarf nú brunninn

 

Futuriskar

 

Dauf eru kvöld við dapra elda

döpur jól er felur sólu

hamrafeldur hugarskvaldur

hefja él á norðurhveli

þrútin starir þunguð meri

þrautaseig á austurteigum

norður ljós um lög og ása

læðast inní húsakynni

 

nú er yndi úti að standa

allt er gull á freðnri bullu

drúpa ský með dyngjukrapi

draugaleg í lífsins spaugi

komirðu sála suðrá mela

sérðu kel í fullum dela

nú er sumars-sæluframi

sólarglóð í andans hlóðum

 

 

hver fer hér á hyrjarfari?

hver er að gara í fjöruþara?

er það maður? eða gleði?

er það hjól frá ægisstóli?

er það logi ljósra daga?

lifandi kvörn sem hræðir börnin?

nei það er rottu-þrautaskratti

þjóðardramb í mjólkurlambi

 

hvaða djöfuls-læti lemja

lítinn glugg á andans kuggi?

rauðmagi í rósaflóði

rymur hátt fyrir opnum gáttum

selur starir í sólardalinn

svifléttur i lífsins tifi

vindar svifta votum granda

vænar stjörnur af himni mæna

 

gling-gling-gló! og gott á páinn

guðumstór á suðurflóri

i tangódansi hann tekur að syngja

tekur að skella. hver er að smella?

sumargleði. syndin laðar.

sullur ögrar hverri bullu.

barbarí og barnapía

bróðir kær í voðaskæru

 

þegnskylda og þankaskvaldur!

þrekkur verður yðar bekkur

hnallar tólf og hundrað rellur

hnettir sex og átján kettir

fossaraf í freðnu hlassi

flórar sex á opnum ljóra

ástargal og ostaklessur

íþróttir og dauðasóttir.

 

látið geisa ljóð úr bási

ljúfa barn i mannlífsskarni!

spæjari! varstu sprok að segja?

sprungu lýs á rauðri tungu?

glyserin er guðleg læna.

gling-gling-gló og hver á hróið?

nybbari sæll og nói skrubbur!

nonsens kaos bhratar! monsieur!

 

Tvær stjörnur

 

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér

og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer

en ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín

og leiði mig á endanum aftur til þín

 

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn

svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurn sinn

í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð

og vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð

 

það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin

því ég sé það fyrst á rykinu hver langur tími er liðinn

og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli

því nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli

 

og andlitið þitt málað hve ég man það alltaf skýrt

augnlínur og bleikar varir brosið svo hýrt

jú, ég veit vel að ókeypis er allt það sem er best

en svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst

 

ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér

og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér

og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á

og ég sakna þín mest á nóttinni þegar svipirnir fara á stjá

 

svo lít ég upp og sé við erum saman þarna

tvær stjörnur á blárri festingunni sem þokast nær og nær

ég man þig þegar augu mín eru opin hverja stund

en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund

 

Krossfiskur

 

Krossfiskur sævar á sandi

sínum krossleggur öngum

hugleiðir hafsins dular

háhvelfd djúp og löngum

móðast þá mynd og efni

máist deyfist burt ráfar

og horfinn er helgur fiskur

heimi lands og sjávar

 

Úthöfum yfir

ætla ég þá ríki

og sínu lífi lifi

leikhús meður kíki

hugi að hafsvíðáttum

hvort háski ógni lýðum

er ægi birginn bjóða stríðum

 

Í allar höfuðáttir

einatt hann bendir

gengur um himingáttir

og geisla sína sendir

sjómaður nýja setur

sínu leið fari

voða í stað nær því vari

 

Fengur er að fiski

sem ferð gjörir úr sjávar

djúpi að mein og miski

menn ei hendi og hávar

himins sitja kjósi krár

leiðir til að lýsa

til lífs veg að vísa

 

 

 

 

Sobbeggi afi

synti út í hafi

kom svo upp úr kafi

og hitti marglyttu            

 

Marglyttan

 

Marglytta – mjúkur                                                        

mjög er þinn – mín sæla

blíðlegur búkur

og blessun við að gæla

get ég trútt um talað

á tilfallandi sundi

þínum nakinn náði fundi

 

Í faðmi þér fríðum

hvar fögnuðurinn tifar

og þokki í þýðum

þar frið upplifa

ekki hýsir harm sá neinn

mar – gleði – glytta

gott var þig að hitta

 

Marglyttan mæta

mjúkt er þig að finna

flógula gæta

grant barna þinna

hátt í þínu hreiðri

himininn víða

á skýi um líða

 

Himins á boga

háum ei getur

um gesti sem voga

vandaðast letur

sundmenn lítt þig sækja heim

einn þó fálátur

fann þig býsna kátur

 

 

Samsærin

 

Samsærin fylkjast sunnan að

samsærin draugast vestan að

nötrar í samsærum norðanað

neistar úr í samsærum austanað

 

samsærin koma eitt og svo eitt

vor yfirvöld kjósa sér af þeim eitt feitt

annað meina þau ekki neitt

engu fær ráð og ræna breytt

 

samsæri er að sögn iðkuð nóg

einkum af illmennum long time ago

vor gæðablóð hendir ei hegðun slík

hafna frekar í Reykjavík

 

samsæri eru geirjónsgrín

einsog gamalt eru samsæri vín

þegar eitt segir búm er það óðar teymt

burt úr augsýn gullfiska og löngu gleymt

 

samsærin stappa og segja: nei

samsærin aðspurð svara: þei

samsærin siga á þig löggunni

meðan liggurðu enn í vöggunni

 

samsæri verið samstundis

sem lengst á brott og sem mest á mis

samsærum útrýmt skal öllum nema hvað

án þess að dómstóla varði um það

 

 

Rótlausu stjörnur

 

hófst svo himingeimur

að hirzla sniðin úr leðri

gjörð var af hröppum hrekkvísum

að hýsa glerperluglingur

glóandi litadýrðar

með glópagersemum þessum

guðlausum mönnum til skemmtunar

skyldi narraður negri

um not af landi til veiða

fella hugðust þar fíla

svo fílabein afsagað yrði

njótur illrar iðju

engu lét sig varða

þó hræfnyk til hallar legði

hæfa konungdóm þótti

er rotnuðu felldir fílar

að fullnægja vesturgræðgi

illan hlaut það enda

engum varð glæpur að gagni

evrópskar vélbyssur vetki

sem vægi höfðu er stálvöðvar

apamannsins alltsaman

að engu gerðu – vernichtung

total endlich ó hörmung

en málagjöld makleg því segi ég:

mikill lærdómur núbúum

 

ratið reikulu stjörnur

réttu megin svarthols

dettið ei í það altóm

þar ókindin situr og prjónar

sú á sér óþekkt athvarf

sem umkringir hluti og heildir

stjörnuþokur þaulsætnar

þar eiga og griðastað

sem er himinn helltur fullur

af hámörkuðu ljósi

alheimur þandist og þenst út

þolir enda vel teygjur

í allar og fleiri áttir

þeim himingeimi var gert

að gæta stjarnbarnamergðar

hver vakir á varðbergi nú

er vá boðar sá sem boðar

sporbaugar inní sporbaugum

spretta upp sem laukar

laukar ills eða annars

annarlegs ef kannar

pláneta fylgir enn plani

plottið er sólkerfanna

með sprengingum roki og regni

með runuvígum og sudda

vetrarbrautir birgja

birtuna af eldum ísa

en sporbaugar á báli

bruna sveitavegi

svarthol hafa hingaðtil

haft sig lítt í frammi

nú er lyst og löngun

sem leyst úr viðjum – háir

himinhnettir svelgdir

heilir – enn ekki ekla

en sporið út spart utan eigin

sporbauga sé um að ræða

borgið er ferðum til fjarskans

á fjörur hins þekkta alheims

um himingeim helltan fullan

af hlutgerðu hreinu ljósi

en hve lengi? ljóst er að ekki

er langt í eyðingu og auðn

svarthol sverfa til stáls

og sækja sér lið þarsem sízt

mátti ætla að ætti sér stað

við himin bjarma báls

ber þó ekki logi

þér rekið riðandi stjörnur

og ratvísu hvað er sem veldur?

það vefst fyrir rykkorni á reiki

en raunveruleikinn leikur

léttúðgur heill með yðar

hjáguðir hjálpa lítt

þá háski ógnar tilvist

nú hafa þagað og þekkst

þokuboð heilt til halfs

um þetta mun styrjöld standa

þegar stjörnurnar taka til máls

 

steinana höfum vér heyrða

en hljómgæði voru æ afleit

það var aðeins í suðursveit

þeim allsstaðaroghvergireit

sem enginn veit og færri leit og sagði: greit

suðrænna sveitastjórna

sveifla limir hala

og bera ekki kala

til kamra eða sala

heiða eða dala

tökum trúnó vala

steinar tala og tala

og tala og tala og tala

tala útí eitt og svo annað

en að greina frá því sem þar er um vélt þagnarhelt og þeygi svelt

er þvimiður bannað

 

 

 

 

 

 

 

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 46
Gestir þennan mánuð: ... 5159
Gestir á þessu ári: ... 23182