Tónleikar á Ólafsmessu í Kálfafellsstaðarkirkju

joninaHinir árlegu tónleikar  á Ólafsmessu verða  í Kálfafellsstaðarkirkju föstudagskvöldið 29. júlí næstkomandi. Það er Jónína Aradóttir tónlistarmaður ættuð frá Hofi í Öræfum sem flytur eigin tónlist, en einnig ýmis þekkt  ,,Öræfalög".  Samverustundin er tengd gömlum sögnum tengdum Ólafi helga Noregskonungi en hann var verndardýrlingur kirkjunnar á Kálfafellsstað. Hann féll í bardaga á Stiklastöðum í Noregi 29. júlí 1030 og er  Ólafsmessa á sumri helguð þessum atburði.


Rifjuð verður upp gömul þjóðsaga um völvuna á Kálfafellsstað sem var systir Ólafs helga og lesin saga um líkneski af Ólafi helga sem gefið var til kirkjunnar upp úr aldamótunum 1700 til að hnekkja álögum völvunnar á staðnum.  Líkneskið er varðveitt í Þjóðminjasafninu. Lesin er frásaga Kristjáns Eldjárns af líkneskinu, síðan hefjast tónleikarnir og standa í um klukkustund.. Á eftir er farið í heimsókn að Völvuleiðinu við Hellakletta og Fjölnir Torfason á Hala segir frá gömlum sögum er tengjast staðnum Einnig sýnir hann áþreifanlega muni frá Kálfafellsstað sem varðveist hafa og sanna mátt völvunnar og áhrif hennar á lífið í Suðursveit allt fram á okkar daga.

Kálfafellstaðarkirkja og Þórbergssetur standa fyrir viðburði þessum.

Allir eru velkomnir og vinsamlega látið boð ganga til ferðamanna sem eiga leið um Skaftafellssýslur þessa helgi.

Dagskráin er eftirfarandi og hefst kl. 20:00

 

Helgistund: Séra Gunnar Stígur Reynisson

Upplestur: Völvan á Kálfafellsstað; Þorbjörg Arnórsdóttir
Tónleikar: Jónína Aradóttir frá Hofi í Öræfum flytur eigin ljóð og lög, ásamt þekktum gömlum Öræfalögum

Gönguferð að Völvuleið: Fjölnir Torfason segir frá.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 124
Gestir þennan mánuð: ... 7295
Gestir á þessu ári: ... 18036

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst